Húnavaka - 01.05.1976, Page 80
78
HÚNAVAKA
Enginn erfiðar,
þá óljós lnnzta
sígur á sálarljóra.
Leggjnm ófæddum
arf í mundir
dugnaðar vors og dyggða ;
þá munu þilja
þakkarkvæði
megir að moldum vorum.
HEIMILDIR:
1. Búnaðarfélag Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppa, Aldarminnig; eftir Jón-
as B. Bjarnason.
2. Arsritið Húnvetningur; saniið og útgefið af Búnaðar- og Lestrarfélaginu í
Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppum 1857.
3. Sýslu- og sóknarlýsingar hins íslenzka bókmenntafélags. I. Húnavatnssýsla
1839—1873. Jón Eyþórsson bjó til prentunar.
4. Reykjavíkurpósturinn; mánaðarrit gefið út af Þ. Jónssyni, S. Melsteð og P.
Melsteð. No. 3 des. 1848.
5. Norðri; tíntarit útgefið á Akureyri 1854, 16. maí, 9. blað.
6. Brandsstaðaannáll (1783—1858) eftir Björn Bjarnason á Brandsstöðum. Út-
gefinn í Reykjavík 1941.
7. Almanak hins íslenzka þjóðvinafélags. Eldra mál og vogarkerli.
Arið 1518. Kom bjarndýr eitt mikið, rauðkinnungur, á land á Skaga í Skaga-
firði við Ásbúðartanga, og sá hvergi til íss af sléttlendi, en þó af háfjöllum. Það
dýr var soltið mjög, mannskætt og grimmt. Það deyddi 8 manneskjur, sent voru
fátækar konur með börnum, er um fóru og vissu eigi dýrsins von. Dýr þetta brant
niður alla hjalla á Skaga utan að Ketu, því það fann í sumum matföng handa
sér. Þetta var um sumarmál. Ketill Ingimundarson bjó þá á Ketu þar á Skagan-
um, hann var aflamaður mikill og voru í þann tíma aflaföng allgóð á þeim
Skagatanga. Tók þessi Ketill 80 og stundum 90 hákarla á einu vori á sitt skip,
er hann lá úti með, en iét annað skip sitt í land flytja og gera til aflann og flvtja
fram til sín kost og drykk. Völdust til hans ungir menn, hraustir til aflatekta.
Skarðsárannáll.