Húnavaka - 01.05.1976, Side 81
GUÐRÍÐUR B. HELGADÓTTIR, Austurhlið:
Skepnur og
menn
„Skrifaðu fyrir okkur dýrasögu“, sagði hann, safnarinn til Húna-
vöku. Og hvað ætti að vera auðveldara þeim sem er alinn upp í
miðjum skepnuhópnum. Meinið er aðeins, að sögurnar gætu orðið
svo margar og langar, að entist í margar „Vökur“, ef ekki ætti að
gera upp milli vina. Því að vinina átti ég marga, tók þátt í gleði
þeirra og sorgum og þeir í mínum. Já, ég sagði gleði þeirra og sorg-
um. Reynið ekki að bera brigður á að svo sé um þeirra geðbrigði
einnig, sem ganga á fjórum fótum, fljúga eða skríða, þótt þeir flíki
sjaldnar sínum tilfinningum með láta-látum eða kæfi fögnuðinn
með „seremoníum". En skilningurinn var nærnur og vináttan gagn-
kvæm, enda engin vinátta án framlags frá báðum.
Því get ég fullyrt, að skepnur hafa gert mig að þroskaðri félags-
veru og skilningsbetri á uppruna minn og tilgang, þó að skilningur-
inn sé vitanlega alltaf sömu takmörkunum háður og sá einstakling-
ur, sem reynir að tileinka sér hann.
Ég held, að fyrsta skepnan, sem ég man eftir, sé hún kisa mín, sem
var svo mjúk og hlý, að ég gat ekki sofnað fyrr en hún hafði hring-
að sig utan um hálsinn á mér. En eftir það var ekki annarrar barn-
fóstru þörf. Svo er það Alli og Skjóna og ég á hnakknefinu. Hryssan
ung og óvön tveimur knöpum. Fljúgandi ferð og hatturinn að
fjúka af höfði Alla, sem grípur hann örsnöggt og stingur í munn
sér. Þá var ég víst um tveggja ára að annarra útreikningi.
Önnur mynd: Við bjuggum uppi á bæjarþekju, systkinin. Nautið
kemur stökkvandi og bölvandi á undan Alla á Skjónu, spinnvit-
lausri af látunum í Alla, að koma tarfinum heim. Tuddi æðir inn
í réttina, beint af augum og yfir vegginn þ. e. a. s. með framfæturna.
Þeir náðu ekki niðri og þarna vó hann salt á vömbinni og réttar-
veggnum. Sjálfsagt hefir það verið mýlt þar og leitt í fjós. En það
festist ekki í minni mínu, enda ekkert spennandi.