Húnavaka - 01.05.1976, Qupperneq 82
cSO
HÚNAVAKA
Og mikið var hún góð við mig hún Kolla mín — Góða Kolla —
O O O
eins og við kölluðum hana eða góða kindin í daglegu tali. Hún var
til alla mína barnæsku, síðast með strigapoka um sig miðja á vorin
í næðingunum, sem blésu vægðarlaust, jafnt um gamlar síður og
berar eins og þær yngri og ullarbólgnu.
Hún var mikið uppáhald allra á heimilinu enda ekki að undra,
þar sem hún var líka ein af aðeins þremur ám, sem eftir var haldið,
þegar allt var rekið í kaupstað og skorið í skuldir, nema þessar þrjár
ær og nokkrar gimbrar. Það var eitt harðindaárið (um 1920) og
snjóaveturinn eins og þeir gerðust á Laxárdal oft eftir óþurrkasum-
ur. Ártalið var fyrir mitt minni og pabbi fáorður um þessi ár. En
samt veit ég, að liann rak fé sitt á útmánuðum vestur yfir Blöndu
að Kagaðarhóli, ef ég veit rétt. Þar hafði hann frétt af jarðsnöp og
fékk þar hagagöngu um tíma. Háraði með mat og stóð yfir fram í
maí þegar sauðburður skyldi hefjast. Þá var aftur rekið heim, en nú
hafði Blanda rutt sig og varð því að ferja á kænu, frá Gunnfríðar-
stöðum yfir í Holtastaðanes. Hver kind tekin á bakkanum, bundin
sauðabandi og selflutt yfir. Nærgætilega varð að fara með ær, komn-
ar að burði, en allt blessaðist og komst furðu vel af. Eitthvert hey-
strá var geymt til vorsins lieima, með matargjöf, en maturinn kosí-
aði peninga og peningar voru ekki til. Þess vegna fór allt í kaup-
manninn um haustið. Ég veit ekki til að faðir minn væri kenndur
við klökkva, meðan hann var og hét. Þó veit ég að honum rann
óafmáanlega til rifja sjón, er liann sá á öðrum tíma í annarra hús-
um. Þar voru geldkindur nokkrar í kofa. Etið höfðu þær ullina
hver af annarri, svo að skein í tærðan kroppinn og lítið lífsmark
nenta augun, sem mændu upp á mennina ráðalausa.
Sú sjón hefir sjálfsagt orðið honum haldgott nesti í barninginn,
þar sem hann stóð með ám sínurn á klakanum vestur á Ásum í út-
mánaðanepjunni. Og ef til vill hefir hún líka drýgt svo mjöllúkuna
að hún nægði ánum til heilsu og framgangs um vorið.
Það hefir sjálfsagt verið á þessum sömu árunr, sem hann seldi
Skjóna, en það fyrirgaf mannna honum aldrei. Svona eru afdrif
skepnunnar margslungin örlögum mannanna. — En á þeim bæ hefir
í þá daga verið þörf á ýmsu frekar en grannbyggðunr fola til skennnt-
unar, þótt gæðingur væri. En hún átti Hæru eftir, vambmikla, fram-
lága og bógaþunna. Alltaf nreð folaldi og alltaf fylfulla. Hún seigl-
aðist sanrt. Bar bæði okkur og baggana sína nreð sönru þolinmæð-