Húnavaka - 01.05.1976, Page 83
HÚNAVAKA
81
inni. Rumdi kannski, e£ sáturnar voru stórar, en þær stærstu voru
þó alltaf settar upp á klárana.
Það var gott að eiga Hæru að rneðan getan var snöggtum minni
en áhuginn við að reka hross í haga. Jafnvel þótt snærisspottinn,
þessi dýrgripur þeirra tírna næði ekki nema í einteyming, Jrá stóð
hún tillitssöm við
bakþúfuna meðan
hnoðast var á bak og
skokkaði svo, furðu
lítið víxluð, þegar
hún réði rnestu sjálf
og skilaði öllu heilu
og höldnu.
Og vöðvatröllið
hann gamli Brúnn
með breiða bakið.
Stuttir fætur stóðu
beint út, oft margir
hvoru megin, en svip-
urinn var mildur og
hýr, þar sem hann fetaði varlega úr haga og í með þessa sendlinga.
Da<rsda°leo;a var hann húsbóndans önnur hönd við öll störf, svo
sterkur, að enginu vissi afl hans og dró þá hraðast upp brekkuna,
Jregar þyngst var ækið.
Rauður var alltaf svo hátignarlega stoltur og kaldur, enda grað-
hestur framan af ævi og varasamur með afturendann. Ég gerði mér
aldrei eins dælt við hann.
Og svo kom Lómur undan Hæru og „helv. . . honum Varða-Brún“
eins og ég heyrði pabba segja einhvern tíma, þegar Lómur hafði ergt
hann. „Það er ekki við öðru að búast undan h. . . . honum Varða-
Brún“! sagði hann þá. Og það var ekkert hól. Ekki þekkti ég Varða-
Brún og gat því ekki borið í bætifláka fyrir hann. Minn sjóndeildar-
hringur var ekki orðinn svo víður þá. En Lóm þekkti ég frá ungu
folaldi til fullorðinsára. Og hann var mér kær. Þrátt fyrir klæki,
galla og styggð við aðra, stóð liann kyrr fyrir mig og hrekkjaði aldrei
hvorki börn né kvenfólk. Við vorurn leikfélagar og trúnaðarvinir.
Ég sofnaði upp við heitan hálsinn á honum í sólskini og lék mér
við hann, folaldið, Jregar mömmurnar okkar voru að vinna. Ég