Húnavaka - 01.05.1976, Page 85
HÚNAVAKA
83
ef sú líftaug slitnaði og hversu ómannleg yrði þá ekki öll okkar véla-
vizka.
Ég get stundum ekki varizt þeirri framtíðarmynd, ef mannkynið
sæti uppi sálarvana með minnisatriði tölvuheilans í plasthrúgum
og gjallhaugum gervimennskunnar. Þá hvílir hún þungt á mér, sú
ábyrgð okkar Islendinga, sem eigum enn þá tiltölulega hreint og
ómengað land og djúpar rætur í íslenzkri mold, að skila þeim arfi
óskemmdum til komandi kynslóða, svo að hér gæti enn þá leynzt,
þegar þar að kemur, „ein stúlka, einn piltur og eitt blóm“. En þeg-
ar þessi hugsun hvarflar að mér er þakklætiskenndin einnig sterkari
en orðum taki, að hafa borið gæfu til að hljóta það hlutskipti að
geta kennt börnum mínum frumdrög þessara óhagganlegu stað-
reynda.
Ég læt fylgja hér með dæmigerða, en illa tekna mynd af yngstu
börnunum tveimur og vini okkar allra. Og aðra af mömmu og hon-
um í sumar, sem leið, eftir glaðan og lnessandi skeiðsprett. Hún er
þarna 81 árs gömul eða því sem næst.
Bæði bera sig vel og þótt Blesi sé
hvorki sýningargripur né afburða-
skepna á afrekaskrá, þá fylgja honum
þau góðu orð gefandans frá því hann
var folald, að „hann getur ekki brugð-
ist“, þó að það hafi ef til vill verið
öðru vísi útfært í notkun, en gefand-
inn ætlaðist til þá.
Ég læt líka fylgja þessu í lokin
nokkrar illa gerðar alþýðlegar augna-
bliksstökur gerðar á baki tamninga-
folans, sem óhappið henti í surnar er
leið. Þakklætisvottur fyrir að fætur
hans voru óskaddaðir og gangurinn
hreinn eftir sem áður. Hann festi
beizlið í reiðhjóli sona minna, blá-
máluðu og speglum prýddu. Það höf-
uðskraut leist honum ekki glæsilegra
en svo að hann trylltist við, prjónaði hátt með hjólið fast við höfuð-
leðrið og skellti þá framhófunum í gegn um víravirkið, svo að nam
við hné, annar fótur fastklemmdur, hinn að nokkru laus, svo að
Hvað ungur nemur.