Húnavaka - 01.05.1976, Page 87
HÚNAVAKA
85
Heyrist óvænt hófaskak,
hótaði vá af þunga.
Hjólum búið taumatak
tryllti folann unga.
Þarna blakti vonin veik.
Virkt þegar mest á reyndi,
okkar samband ekki sveik,
en til gæfu beindi.
Allt varð þetta óhapp Þyts
umbun traustra kynna.
Enn hefir máttur vilja og vits
vefengt krafta hinna.
Anno 1594. Fellivetur mikill fyrir norðan land um allt biskupsdæmið, svo
að á jólum féll í ófeiti bæði fé og kaplar. Ivom aldrei bati eða jörð fyrr en fjórða
dag páska 4. apríl. Einn maður sá svofellda sýn. Hann reið frá Odda suður.
Hann sá fljúga dreka í lofti neðarlega, álíka sem lindormur er uppkastaður.
Var allt í rauðum loga, fór vestan og þráðbeint austur. Varð maðurinn aftur
að snúa, því hesturinn vildi hvergi ganga, en hvorki sakaði manninn né hestinn.
Sást þá á Eyrarbakka, á Háeyri og Skúmsstöðum skrímsl. Það var ferfætt og
hábeinótt, selhært, hafði annað hvort svo sem hundshöfuð eður hérahöfuð, en
eyru stór sem íleppar, lágu þau á hrygginn aftur, bolurinn var sem folaldskropp-
ur og nokkru styttri. Hvít gjörð var yfir um það hjá bógunum, en grátt eða svo
sem móalótt aftur frá. Rófa var löng og stór, kleppur sem á leónshala á endan-
um. Frátt sem hundur, sást á kveldin.
Skarðsárannáll.
Anno 1619. Brann Hjaltabakkakirkja um nótt án manna vitundar. Lét Páll
bóndi Guðbrandsson, er Þingeyraklaustur hélt, smíða kirkju að Þingeyrum.
Skarðsárannáll.