Húnavaka - 01.05.1976, Page 89
HÚNAVAKA
87
móti séra Jakobi Finnbogasyni ,sem flutti það vor að Steinnesi og
var Jrar prestur til dauðadags 20. maí 1873. Jakob og Elísabet búa
í Steinnesi til 1875, flvtja þá norður á Húsavík með dóttur sína
Kristínu og Þuríði dóttur Jakobs. A Húsavík var Jakob starfsmað-
ur við Guðjónsensverslun, hann var því aðeins eitt ár oddviti í
Sveinsstaðahreppi.
Jón Ólafsson f. 11. júlí 1836, d. 19. maí 1910, for. Ólafur Jónsson
bóndi og alþm. á Sveinsstöðum og k. h. Oddný Ólafsdóttir. Hann
ólst upp hjá foreldrum sínum, lærði ungur söðlasmíði og stundaði
þá iðn með búskapnum. Kona Jóns 1863 var Þorbjörg f. 13. nóv.
1841 Kristmundsdóttir Guðmundssonar bónda á Kolugili og k. h.
Margrétar Þorsteinsdóttur. Jón og Þorbjörg bjuggu fyrstu árin á
Breiðabólstað, en fluttu að Sveinsstöðum 1870 og bjuggu þar til
1908. Jón var talinn ágætur bóndi og smiður góður, hann var mikill
félagsmálamaður eins og faðir hans og gegndi flestum þeim trún-
aðarstörfum, sem til falla í einu sveitarfélagi. Hann var einn af
stofnendum Kaupfélags Húnvetninga.
Börn Jóns og Þorbjargar voru:
1. Ólafur f. 6. ág. 1864, flutti ungur til Ameríku og var þar bygg-
ingameistari.
2. Jón Kristmundur f. 28. júní 1867, bóndi Másstöðum.
3. Halldór f. 16. jan. 1871, bóndi á Varmá í Mosfellssveit, stofn-
setti ullarverksmiðjuna á Álafossi.
4. Magnús f. 4. des. 1876, bóndi og hreppstjóri á Sveinsstöðum.
5. Guðrún f. 1 .júní 1878, ljósmóðir í Sveinsstaða og Áshreppum.
6. Böðvar Bjarkan f. 12. nóv. 1879, lögmaður á Akureyri.
7. Oddný f. 26. júní 1882, dó ung.
Árni Erlendsson f. 31. maí 1831, for. Erlendur Árnason frá Haugs-
húsum á Álftanesi, bóndi á Sveinsstöðum og k. h. Guðrún Jóns-
dóttir Magnússonar bónda á Sveinsstöðum. Árni missti ungur for-
eldra sína, Erlendur d. 1842 og Guðrún 1843. Ekki er mér kunnugt
livar hann ólst upp eftir það. Kona hans 11. nóv. 1859 var Guðrún
f. í Steinnesi 19. des. 1829, for. Þórunn Jónsdóttir v.k. í Steinnesi
og Ólafur Jónsson frá Fagranesi í Skagafirði.
Árni og Guðrún bjuggu mörg ár góðu búi á Hólabaki. Sjáanlegt
er, að Árni hefur verið vel metinn maður. Hann gegnir ýmsum