Húnavaka - 01.05.1976, Side 90
88
HÚNAVAKA
trúnaðarstörfum í Sveinsstaðahreppi, er meðal annars hreppstjóri
nokkur ár. Frá Hólabaki flytur Árni að Flögu og býr þar til dauða-
dags 1894. Einkasonur þeirra hjóna, Jóel Ingvar, dó 26 ára gamall
á Flögu, þá nýkvæntur Ingibjörgu Þorvarðardóttur frá Nýpukoti í
Víðidal. Hún átti síðar Bjöm Kristófersson bónda í Hnausum.
Sigurður Hafsteinsson f. 9. ág. 1828 á Ytri-Löngumýri, foreldrar
Hafsteinn Guðmundsson bóndi og k. h. Þóra Vigfúsdóttir. Kona
Sigurðar í Oxl var Guðrún Einarsdóttir frá Svínavatni, bróður-
dóttir Jósefs læknis í Hnausum. Hún átti áður Guðmund bónda á
Sneis og með honum Stefaníu húsfrú í Öxl. Sigurður og Guðrún
bjuggu góðu búi í Öxl. Hann var talinn vel greindur maður og
prýðilegur búþegn. Hann andaðist 1884, en Guðrún 1898. Synir
Jjeirra voru Einar bóndi á Hjallalandi og Hafsteinn sparisjóðsstjóri
á Blönduósi.
Tómas Jónsson f. 28. nóv. 1817 að Hnjúki, for. Jón Illugason og
k. h. Þórey Þorleifsdóttir. Ekki er mér kunnugt hvar hann ólst upp,
en af manntalsskýrslum sést, að liann hefur ungur farið að vinna
fyrir sér. Kona Tómasar 1850 var Guðrún f. 24. júlí 1825, foreldrar
Jón Guðmundsson bóndi Saurbæ á Vatnsnesi og k. h. Þóra Odds-
dóttir.
Tómas og Guðrún bjuggu á Bjarnastöðum og í Brekkukoti 1866
— 1883. Það ár dó Tómas, en Guðrún bjó til 1888. Tómas var sagð-
ur dugnaðarmaður, óvílgjarn og nokkuð mikill á lofti. Margar
skennntilegar sögur voru sagðar af tilsvörum hans. Af gömlum jarða-
bótaskýrslum Búnaðarfélags Sveinsstaðahrepps sést, að hann hefur
verið iðinn við að slétta túnið í Brekkukoti.
Af 5 börnum þeirra hjóna mun ekki liafa ílengst hér í sýslu nema
Pétur Tómasson bóndi í Meðalheimi.
HELSTU HEIMILDIR:
Hreppsbækur Sveinsstaðahrepps; Manntöl; Prestþjónustubækur Viðeyjar,
Reykjavíkur, Mela í Melasveit, Staðarbakka, Tjarnar, Þingeyra, Undirfells,
Svínavatns og Auðkúlu; Prestatal og prófasta; Föðurtún og sagnir gamalla
Sveinsstæðinga.