Húnavaka - 01.05.1976, Qupperneq 93
HÚNAVAKA
91
bréfið 6 dögurn eftir fundinn í Bólstaðarhlíð. Það vantar því nöfn
12 bændanna í Bólstaðarhlíðarhreppi undir skjalið. Hér koma nöfn
þeirra: Ketill Eyjólfsson Strjúgsstöðum, Árni Jónsson Botnastöðum,
Magnús Jónsson Eiríksstaðakoti, Tómas Jónsson Brún, Guðrún
Bjarnadóttir Skottastöðum, Bjarni Ólafsson Fossum, Jón Jónsson
Rugludal, Ólafur Tómasson Sellandi, Þórður Jónsson Eyvindar-
staðagerði, Björn Jónsson Syðra-Tungukoti, Ólafur Sveinsson Finns-
tungu og Magnús Ásgrímsson Ytra-Tungukoti.
o o O O O
II.
Nú er komið að efni þessarar greinar, að kynna lesendunum lítil-
lega forgöngumenn kærunnar úr Bólstaðarhlíðarhreppi, hrepp-
stjórana Björn Guðmundsson á Auðólfsstöðum og Ólaf Björnsson
í Syðri-Mjóadal. í framhaldi af því verður að geta sóknarprestanna
beggja, séra Björns Jónssonar í Bólstaðarhlíð og séra Auðuns Jóns-
sonar í Blöndndalshólum, sem með ummælum sínum við áritun
kærunnar veita henni ómetanlegan stuðning, þar sem þeir segja,
að kæran sé „því síður ýkjuð, að hér eru ótaldar margar óhægðir,
sem orsakast af þessari mikið bágu og lélegu höndlan".
Björn Guðmundsson var fæddur að Þorkelshóli í Víðidal. Hann
var sonur Guðmundar Skagakóngs Björnssonar, er síðast bjó á
Auðólfsstöðum.
Hann ólst npp í foreldrahúsum, fyrst á Þorkelshóli og svo í Höfn-
um. „Verkmaður mikill og ótrauður bæði á sjó og landi, hagsýnn
og hygginn og hafði hinar beztu forsagnir til hvers er var“. Bóndi í
Höfnum, fyrst í tvíbýli við föður sinn, en einn um jörðina frá 1776,
flutti síðar í Auðólfsstaði og bjó þar 1791—1818. Björn dó á Auð-
ólfsstöðum 3. júní 1821. Kona hans var Ingibjörg Steinsdóttir bónda
á Hrauni á Skaga Steinssonar Jónssonar. Börn þeirra hjóna voru 7,
sem komust upp, og eru frá þeim miklar ættir. Synirnir voru tveir:
Guðmundur bóndi í Mjóadal og Ólafur bóndi á Auðólfsstöðum,
faðir séra Arnljóts alþm. og afi Sigvalda Björnssonar á Skeggsstöð-
um og Ólafs á Árbakka og þeirra Ólson bræðra í Vesturheimi. Af
dætrunum giftust tvær bændum í Bólstaðarhlíðarhreppi: Guðrún
Sigurði bónda í Mjóadal Gíslasyni og Margrét (eldri) Gísla bónda
á Bollastöðum Guðmundssyni. Ein giftist vestur í Miðfjörð, Ingi-