Húnavaka - 01.05.1976, Síða 96
94
HÚNAVAKA
staðarhlíð, sem var sonarsonur Björns prest á Melstað Jónssonar
biskups Arasonar. í æsku varð Björn Magnússon landskunnur
fyrir ástamál sín. Varð hann fyrst sekur um sifjaspell er hann átti
barn með bræðrungu sinni. Hér var því komið í óefni, en konung-
ur bjargaði málinu nteð náðun. En nú tekur nýtt ástamál við. Björn
Magnússon felldi ástarhug til höfðingadóttur í Langadal, Oddnýjar
dóttur Jóns lögréttumanns á Gunnsteinsstöðum Einarssonar í Ból-
staðarhlíð Þórarinssonar, en sá var ljóður á því ráði, að mærin var
áður heitin kynstórum manni, en þar sem Björn átti hug heimasæí-
unnar, lagði hann í það stórræði að nema Oddnýju á brott úr föður-
garði og flytja hana til Holtastaða, en þar bjuggu foreldrar hans.
Urðu auðvitað úr þessu stórfelld málaferli, en þeim lyktaði þó
eins og í ævintýrunum, að elskendurnir fengu að njótast. Giftust
þau Björn og Oddný og fengu ættareign hennar, Bólstaðarhlíð, til
eignar og ábúðar. Sátu niðjar þeirra síðan Bólstaðarhlíð fram yfir
ævilok séra Björns jónssonar er Klemenz Klemenzson keypti Ból-
staðarhlíð og flutti þangað.
Björn í Bólstaðarhlíð var sonur Jóns Arnasonar Hólastólsráðs-
rnanns og fyrri honu hans Margrétar Jónsdóttur frá Vík á Vatnsnesi
og þar fæddist hann. Stúdent varð hann frá Hólum 1770 með ágæt-
um vitnisburði. Séra Björn gegndi fyrst prestsstörfum á Hofi á
Skagaströnd. Var hann settur í brauðið sem aðstoðarprestur og bjó
þá á Steinnýjarstöðum, en fékk veitingu fyrir kallinu eftir tvö ár,
við fráfall fyrirrennara síns og flutti vorið 1780 heim á prestssetrið.
Árið 1784 fékk hann Bergsstaði í skiptum við séra Benedikt Árnason
á Bergsstöðum. Flutti hann þá heirn til Bólstaðarhlíðar, setti þar bú
saman og bjó til æviloka, en byggði öðrum Bergsstaði.
Björn prestur var maður vel gefinn og lærður vel. Hann var hag-
mæltur og mælskur, enda talinn með beztu kennimönnum. Hann
var ágætur bóndi og vann öll búverk a. m. k. á fyrri hluta ævi, enda
veitti honum ekki af því, þar sem hann var fátækur framan af ævi,
en á síðari árum komst hann í góð efni. Hann var fjörmaður mik-
ill og sístarfandi. Hann fékk meira að segja verðlaun frá konungi
lyrir vefnað.
Björn prestur var tvíkvæntur. Fyrri konan, sem hann missti 1816
var Ingibjörg Ólafsdóttir á Frostastöðum Jónssonar. Áttu þau 8 dæt-
ur og giftust 7 þeirra prestum og ein þeirra góðum bónda í Skaga-
firði. Niðjar þeirra nefnast Bólstaðarhlíðarætt. Hefir hún verið