Húnavaka - 01.05.1976, Síða 97
HÚNAVAKA
95
skráð og gefin út, en er fyrir löngu uppseld. Sigurður Guðmunds-
son skólameistari gaf séra Birni kenningarnafnið „hinn dætrum
frjóvi“.
Síðari kona séra Björns (gift 1817) var Valgerður Klemenzdóttir,
föðursystir Klemenzar Klemenzssonar, sent varð eigandi og ábúandi
í Bólstaðarhlið að séra Birni látnum eins og fyn' er getið. Hjóna-
band þeirra var barnlaust.
Þá er komið að séra Auðunni Jónssyni. Foreldrar hans voru séra
Jón Auðunsson á Bergsstöðum og kona hans Helga Illugadóttir
á Finnsstöðum á Skagaströnd Jónssonar. Séra Jón á Bergsstöðum
vann húnvetnskri mannfræði nytjaverk 1762. Þá voru tekin almenn
manntöl, sem urðu í meðförum prestanna lítið annað en bændatöl,
en presturinn á Bergsstöðum skilaði fullkomnu manntali fyrir
prestakall sitt, þar sem skráðir eru allir íbúarnir með fullu nafni
og aldursákvörðun.
Auðunn var fæddur á Bergsstöðum 2. febr. 1750. Hann varð stú-
dent frá Hólum 1772 og aðstoðarprestur föður síns þrem árum síð-
ar. Fékk svo Blöndudalshólaprestakall 1782 og hélt til dauðadags 7.
febr. 1807. Séra Auðunn var fátækur alla ævi, enda hafði hann mikla
ómegð, en bjargaðist þó furðanlega. Hann var góðmenni, glaðlynd-
ur og góður söngmaður.
Séra Auðunn kvæntist 1775 um sama leyti og hann varð aðstoðar-
prestur föður síns. Kona hans var Halldóra Jónsdóttir frá Auðkúlu,
hin merkasta kona eins og hún átti kyn til. Foreldrar hennar voru
Jón Björnsson prestur á Auðkúlu og kona lians Halldóra Arnadótt-
ir frá Bólstaðarhlíð föðursystir séra Björns Jónssonar. Prestshjónin
á Auðkúlu voru vel gefin og vinsæl í héraði. Þau voru bæði hinir
mestu búhöldar. Ráku þau stórbú á Auðkúlu. En því miður naut
séra Jóns ekki lengi við, því hann lézt úr líkþrá 1767. Halldóra
ekkja hans bjó að honum látnum í þrjá áratugi í Stóradal og síðar á
Ytri-Löngumýri.
Islenzkar æviskrár segja, að þau séra Auðunn í Blöndudalshólum
og Halldóra Jónsdóttir hafi átt 12 börn og nefna 8, sem hafi komizt
upp. Mér er kunnugt um 9, og skulu þau nú að lokum nefnd hér,
en niðjar ekki raktir. Koma þau þá hér í aldursröð:
1. Jón (eldri), f. um 1775, bóndi á Eldjárnsstöðum og víðar, kv.
Sigríði Einarsdóttur.