Húnavaka - 01.05.1976, Page 98
HÚNAVAKA
96
2. Jón (yngri), f. um 1778, bóndi á Leifsstöðum, kv. Helgu Kráks
dóttur Sveinssonar.
3. Halldóra, f. um 1779, gift Jóni Guðmundssyni í Höll í Þverár-
hlíð.
5. Helga, f. um 1783, vinnukona á Leifsstöðum 1816.
6. Björn Blöndal, f. 1787, sýslum. í Hvammi í Vatnsdal, kv. Guð-
rúnu Þórðardóttur kaupmanns á Akureyri Helgasonar. Niðja-
tal Blöndals sýslumanns mun nú í handriti, unnið af Lárusi
Jóhannessyni fyrrverandi hæstaréttardómara.
7. Þorlákur, f. um 1790, kenndur við Meðalheim, vinnumaður á
Eyvindarstöðum 1816.
8. Halldór, f. um 1794, bóndi á Eiðsstöðum, kv. Ingigerði Helga-
dóttur.
9. Benjamín, f. um 1797, bóndi í Stóru-Skógum í Staflioltstung-
um, kv. Guðnýju Ásmundsdóttur.
VEGURINN.
Ég er vegurinn
sem allir keyra eftir
sem allir hjóla eftir
sem allir ganga eftir
sem börnin skríða eftir.
Líklega er ég vinsæll vegur.
En Jiegar bílarnir Jijóta eftir mér
°g spýta ryki og drullu um ndgrenni mitt,
Jrá óska ég þess stundum
að vera bara
lítill og hlykkjóttur sveitavegur.
BADDÝ.