Húnavaka - 01.05.1976, Síða 99
SR. PÉTUR Þ. INGJALDSSON:
Meðan samgöngur voru ekki miklar milli héraða, né hinna mörgu
hreppsfélaga í þessu landi, þá var ýmislegt til bjargar í þessum efn-
um um bóklestur manna. Sannast þá hið fornkveðna, „Blindur er
bóklaus maður“. Fróðleiksfýsn og bókhneigð Islendinga hefur ávallt
verið mikil, svo að útlendir ferðamenn liafa jafnan undrast það.
Minnir mig að sagt hafi verið um þetta að Dufferin lávarður hafi
liaft þau orð um, er hann ferðaðist um byggðir Islendinga vestan-
hafs, að aldrei kæmi hann á svo fátækan bústað íslenskra landnema
að þar væru ekki bækur í hillum. Var þó fátt um bókabúðir í fyrri
daga og féleysi hjá alþýðu manna. Þótti það um eitt skeið helsta
ráð þeirra, er voru fróðleiksfúsir og bókhneigðir, en höfðu ekki
efni á að ganga skólaveginn, að læra bókband eða prentiðn. Þá voru
Jreir ekki allfáir, er tóku að sér fyrir forleggjara, bókaútgefendur,
að ferðast með bækur milli bæja og bjóða til sölu. Nefndu menn
þetta að fara í bóksölutúra. Fóru sumir jafnvel um heila landsfjórð-
unga. Þannig fór Jón Borgfjörð, er lærði prentiðn og bókband, en
var allur í bókum. Hann fór söluferðir frá Akureyri, um Múlasýsl-
ur, og allt suður á land, austur í Fljótslilíð.
Hér í Húnavatnssýslu, mun síðastur þessara manna, er gegndu
Jressu þjónustustarfi til að glæða bóklestur manna, hafa verið Sveinn
Jónsson, er um áratugi dvaldi í Grímstungu í Vatnsdal og var þar
vinnumaður. Var hann maður ókvæntur og barnlaus. Hann var
mjög bókhneigður og glaðlyndur, kunni því góð skil á hvað fólk
vildi helst lesa. Á vetrum tók Sveinn Jónsson sumarfríið og tók sér
þá jafnan ferð vestur í sýslu, um Vesturhóp og Vatnsnes til að hitta
kunningja sína og tók hann Jrá með sér bækur til sölu um leið. Þótti
hann kærkonrinn gestur á bæjunum og var oft erindi feginn, ef
menn keyptu bækurnar. Sveinn Jónsson andaðist 23. feb. 1963 þá
níræður að aldri.