Húnavaka - 01.05.1976, Side 101
HÚNAVAKA
99
Sama gegnir um bókasöfn að vegur þeirra hefst ekki að marki
fyrr en komið er fram á þessa öld, er lestrarfélög eru stcl_:uð í sveit-
um og þorpum. IJó var stundum fjárhagur þessara félaga ekki betri
en það, að bækur þeirra voru seldar, er félagsntenn töldust hafa
lesið þær. Alntenningsbókasafn eða Alþýðubókasafn eins og Borgar-
bókasafnið í Reykjavík hét í upphafi var stofnað 1923, af Sigurgeir
Friðrikssyni fyrrv. bónda í Skógarseli í Reykjadal, er var kennari
l'rá Möðruvallaskóla og lauk prófi bókavarðar við háskólann í Kaup-
mannahöfn árið 1921. Þess má geta að Landsbókasafnið í Reykja-
vík hafði útlánsdeild bóka, en það var bundið því skilyrði að lán-
þegi væri húseigandi, svo að hann væri fær um að greiða bókina,
ef hún skemmdist eða glataðist.
Hér í Austur-Húnavatnssýslu mun hafa verið bókasafn til út-
lána um aldamót. Það hefur verið lokað félag að fyrirmynd slíkra
félaga meðal embættismanna í Reykjavík. Hef ég séð bækur úr
slíku safni, er bera með sér sama skipulag og tilhögun á útlánum.
Hér birtist ljósrituð síða, með þessari grein, en hana hefur Sigur-
steinn læknir Guðmundsson ljósmyndað. Virðist starfssvæði þessa
lestrarfélags hafa verið Blönduós og Vindhælishreppur hinn forni,
þ. e. núverandi Vindhælis-, Höfða- og Skagahreppar. Formaður fél-
agsins var Eðvald Hemmert verslunarstjóri eða faktor Höepners-
verslunar í Höfðakaupstað og rnunu félagsmenn hafa verið embætt-
ismenn, kaupmenn og verslunarmenn og efnabændur. Bækurnar
hafa gengið boðleið milli félagsmanna. Þá gegnir það furðu, hvað
lánstíminn er stuttur, eða 12—14 dagar, sé miðað við samgöngur
þeirra tíma. En frá Blö'nduósi að Höfnum á Skaga eru um 63 km.
Hér hafa verið 4 bækur sendar í einu milli félagsmanna, 2 íslensk-
ar, Huld safnrit þjóðlegra fræða og hin kunna gamansaga Bene-
dikts Gröndals, Þórðarsaga Geirnrundarsonar frá Hattardal. Auk
þess 2 danskar bækur fyrir hina lærðu menn.
Ég hef hér í höndurn aðra þessara bóka. Það er Danskerne eftir
joliannes V. Jensen, útgefin 1896, en hann hlaut mikla frægð fyrir
lýsingar á þjóðlifi og náttúru á Jótlandsheiðum, er höfðu fóstrað
hann upp. johannes V. Jensen hlaut Nóbelsverðlaun 1944. Bók þessi
<----------
Utlánaskrá lestrarfélagsins, ásamt útlánareglum þess.
Ljósm. Sigursteinti Guðmundsson.