Húnavaka - 01.05.1976, Page 102
100
HÚNAVAKA
úr lestrarfélaginu er komin til mín frá Ólafi Guðmundssyni Braut-
arholti, en hann mun liafa keypt hana á nppboði.
Lánþegar eru 17, sem eru skráðir samkvæmt reglum félagsins.
Af þeirn má nefna: ]ón Sigurðsson á Njálsstöðum, bjó síðar á Bala-
skarði. Sýslumaður Gísli ísleifsson, er var sýslumaður í Húnavatns-
sýslu frá 1897—1913. Benedikt yngri Bergsstöðum, þeir eru í Hallár-
dal, hét fullu nafni Benedikt Benediktsson, var síðar kaupmaður á
Kálfshamarsnesi og Akureyri. Séra Lúðvík Knudsen á Syðri-Ey,
var brauðlaus um þessar mundir, en varð síðar prestur á Breiðaból-
stað í Vesturhópi. Jóninna Jónsdóttir, ekkja eftir Árna Sigurðsson
í Höfnum og Björn Magnússon á Syðra-Hóli, en Björn Magnússon
var faðir Magnúsar þjóðsagnaritara á Syðra-Hóli.
Steingrímur Jónatansson á Neðstabæ, bjó síðar á Njálsstöðum.
HJARTAÐ BRENNUR.
Ástin mín eixra,
ertu farin burt mér frá,
aldrei neina, aldrei neina
aðra mun rnitt hjarta þrá.
Hvert sem þínar liggja leiðir
Ijóð mitt berast mun til þín,
komdu aftur, komdu aftur heim til mín.
Einn ég syng mína söngva,
uns sólin brosir á ný,
er veturinn kveður — þá vorar
og víkja burt harmanna ský.
Ástin mín eina,
undurfagi'a draumasýn,
hjartað brennur, hjartað brennur —
vegna þín.
Kristján A. Hjartarson.