Húnavaka - 01.05.1976, Page 105
BJORN BERGMANN:
ar um
örnefni
Suðurbakki Vatnsdalsár norðan við Marðarnúpsengi heitir Misl-
ingstangi og er hann engi frá Þórormstungu. Vatnsdalsá hefur brot-
ið mikið af tanganum og slitið hann frá Þórormstungulandi, en
forn og uppgróinn farvegur Tunguár ræður merkjum á þessu svæði.
Engan hef ég hitt, sem veit um uppruna þessa örnefnis eða hvernig
heri að skilja það, en getgátur eru til um það, að deilur muni hafa
risið um eignarrétt á tanganum vegna þess að hann er slitinn frá
Þórormstunguengi, en áfastur Marðarnúpsengi. Ekki er þó vitað
um neinar slíkar deilur, enda var hinn forni farvegur Tunguár svo
glöggur að enginn ágreiningur gat orðið um merkin. Staðkunnugir
menn nefna tangann jafnan Mislingstanga en sumir geta þess til
að hann hafi upphaflega heitið Misklíðartangi eða eitthvað þess
liáttar og nafnið síðan brenglast.
Skammbeinstjörn heitir lítil tjörn við Úlfkelsvatn, suðaustur af
Vatnsdal, og úr henni rennur Skammbeinslækur í vatnið. Káritlinga-
tjörn er önnur smátjörn um tvo km norður af Úlfkelsvatni og er
hún landamerkjapunktur á milli afréttarlanda Ashrepps og Svína-
vatnshrepps. Enginn veit hvers vegna hún heitir þessu nafni, en
ýmsir geta þess til að það sé afbökun úr Karyrðlingatjörn og færa
fyrir því þau rök, að líklega hafi maður komið þarna að tófu, sem
liafi verið að kara yrðlinga, og gefið tjörninni nafn út frá því.
Þetta heiti hefur verið tekið athugasemdalaust í merka ritgerð um
Auðkúluheiði (Göngur og réttir). Mér er ekki kunnugt, hvemig
nafnið er ritað í landamerkjabréfum, en í lýsingu Auðkúluheiðar,
sem Björn Bjarnason á Brandsstöðum ritaði og birt er í Sýslu- og
sóknalýsingum Húnavatnssýslu, er tjörnin nefnd Karitlíngatjörn og
síðar í sömn ritgerð Káritlíngatjörn. Björn var fæddur og uppalinn
í Svínadal og bóndi á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal á árunum 1821 —
1836. Má því ætla að hann hafi ritað nafnið eftir málvenju svíndæl-