Húnavaka - 01.05.1976, Síða 108
106
HÚNAVAKA
skiljanlegra nafni. Forfeður okkar voru orðhagir, það sýna sögurn-
ar, og það er nokkurn veginn víst, að mörg forn orð hafa aldrei verið
skráð og horfið sporlaust úr málinu, en önnur breytt merkingu.
Gönrul örnefni eru dýrmætur arfur, sem varðar tungu okkar og
sögu.
Enginn veit um aldur þessarar merkilegu sögu, en hún segir frá rnanni, senr var
á ferð í ókunnu landi. Hann var vcgvilltur og aðframkominn af þorsta. I>á sér
hann efst í þverhniptum hamri jurt eina og á henni stórt blórn, en í bikar þess
hunang. Hann seilist í söngulinn og tekst að vega sig upp á honum þar til hann
nær í blómið. En þegar hann ber varir sínar að bikar þess, sér hann hvar tvær
mýs, önnur svört, en hin hvít, eru að naga stöngulinn sín hvoru megin. Og þótt
honum sé Ijóst að líf hans er í veði, ef þær ná saman, áður en hann getur fikrað
sig niður aftur, leggur hann munninn að bikarnum og sýpur hunangið.
hessi saga er líking: Ferðamaðurinn er vegfarandi á lífsins slóðunt. Mýsnar eru
nótt og dagur. Blómið táknar nautnir lífsins á tímans stöngli. En jafnvel þó að
við viturn að glötunin bíði okkar höldum við áfram að sækjast eftir unaðssemd-
um og sætleika lífsins nautna.
Ævaforn sögn.
Þá er heillaráð að steypa hlandi vfir drauga, sneypast þeir við það og fara.
Höfðu margar kerlingar fyrrum koppinn sinn til vara hjá rúminu sínu með ein-
hverju í, þar sem ekki var alll hreint, til þess að mæta draugsa með. Einu sinni
var kerling ein heima nteð barn. Barnið var óvært og linnti ekki af hljóðum, og
varð kerlingunni ómögulegt að hugga það. Varð þá kerlingu litið upp, og sá
hún þá að ein skottan stóð framan við pallstokkinn og bískældi sig alla framan
í barnið. Kerling hafði koppinn sinn við hendina, lagði barnið í rúmið sitt,
þreif koppinn og henti honum með öllu saman framan í draugsa. Hann sagði
]tá með mestu hógværð: „Það mátti ekki ntinna kosta“, og fór.
ísl. þjóðhættir.
Þá hefir lengi verið mikil trú á vatnaskrímslum í hinum og öðrum ám og
vötnum hér á landi. Hafa menn í Svínadal í Húnavatnssýslu sagt mér fyrir satt,
að þeir hafi mörgum sinnum séð skrímslið í vatninu, bæði fljóta uppi og á fullri
ferð. Sagnir um þessa vatnaskratta eru á hverju strái. Líkt er og með trúna á
fuglum þeim, sem ýmsir hafa þótzt sjá á sundi á vellandi hverum og stinga sér
ofan í suðuna.
ísl. þjcíðhættir.