Húnavaka - 01.05.1976, Page 110
108
HÚNAVAKA
eyri, í fyrri tíð á vögnum, en síðar á heysleðum, og þurrkað á sama
hátt og annað hey. Heymagn var misjafnt frá ári til árs og fór það
eftir því, hversn ntikið var slegið og hvernig sprettan var. Mun það
hafa leikið á 60—120 hestum. Fergin er mjög eftirsótt af öllurn
skepnum og á Hofi var það eingöngu haft handa kúm, þær þóttu
rnjólka svo vel af því.
Fuglalíf var mikið á Setukonu. Þar skorti hvorki æti né skjól og
felustaðir voru nægir í fergininu. Oft söfnuðust ungar og ungamæð-
ur í hólmann, sem síðast var sleginn, og varð þeirra lítið vart fyrr en
aðeins fáir skárar voru eftir, þá skutust þeir fram, óttaslegnir og
undrandi yfir þessum óvelkomnu gestum, sent ruddust inn í heim-
kynni þeirra og lögðu þau í rústir.
Nú er hætt að heyja Setukonu. Fuglar fá að vera þar í friði fyrir
mönnum, en aðrar hættur, miklu geigvænlegri en sláttumennirnir á
Hofi, hafa leikið þá svo grátt, að fuglalíf á tjörninni er nú ekki
nerna svipur sjá sjón móts við það, sem áður var.
Árið 1633. Þá var liarði veturinn mikli, hver byrjaðist hálfri þriðju viku fyrir
jól og varaði allt að fardögum um vorið. Þá var mikill peningafellir og hrun
og niðurfall af þeim strax á jólum. Heyleysi víðast. Fyrir snjónum komst fólk
ekki að sjónum. Þá voru blotar og áfreðar. I annarri viku þorra kom svo mikill
snjór, að hesta fennti á sléttum velli og enginn maður af elztu mönnum, sem þá
lifðu, mundu þvílíkan vetur. Enginn sauður né færleikur lifði, sem eigi var hey
gefið. Hestar og færleikar átu tré, torf og veggi. Þeir lifandi þá dauðu, einnig
sauðirnir lifandi þá dauðu. Margt til bar þá ógnarlegt. Fé dó í fjárhúsum, þó
neyðarlaust væri af svengd með undarlegri aðsvipan, svo mönnum ofbauð þar
inn að koma og það skeði víða að þeir tilburðir urðu. Þá var ekki vitjað kirkna
af prestum né sóknarfólki. Ekki vatnað peningi nema einu sinni í viku sums
staðar, varla komizt á milli fjárhúsa og bæja. Fennti fjárhús með fé og fundust
ekki. Peninginn fennti og hrönnum, á Kjalarnesi eitt hundrað hesta, einnig í
Borgarfirði allmarga. Þá urðu miklir og undarlegir tilburðir. Þennan kölluðu
rnargir Hvítavetur.