Húnavaka - 01.05.1976, Page 111
SR. PÉTUR Þ. INGJALDSSON:
Sp/aí/að vi& Svein Ingólfsson
Hér er staddur hjá mér Sveinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri
Skagstrendings lif. Hann hefur verið það frá upphafi, en félagið var
stofnað árið 1968. Hefur hann verið kennari hér í 14 ár og oddviti
í 8 ár. Þannig hefur hann verið einn af leiðandi mönnum á Skaga-
strönd, enda á hann kyn til þess, en hann er ættaður frá Haukadal
í Dýrafirði. Þaðan komu framfaramenn á fyrrihluta þessarar aldar.
Hann hlaut góðan undirbúning fyrir lífsstarfið, útskrifaðist úr
Samvinnuskólanum í Bifröst og Kennaraskólanum í Reykjavík, auk
þess sem hann öðrum þræði stundaði sjómennsku á skólaárum sín-
um, sem sönnum vestfirðingi sæmir.
Telur þú ekki að jaað hafi verið þér gott vegarnesti að stunda
sjómennsku á togurum áður en Jdú hófst útgerðarstarfsemina?
Ég er ekki í vafa um, að það hefur hjálpað mér mikið að hafa
kynnst þessum störfum. Hinsvegar má ekki gera of mikið úr þessari
sjómennsku minni, þótt ég hafi verið á togurum í 12—14 mánuði.
En maður fær svona smá innsýn í þetta og veit betur hvað um er að
vera um borð.
Þú varst á tímabili á togara, sem fiskaði við Grænland. Mér er
sagt að þegar maður sé mitt á sundinu milli Grænlands og íslands,
sjáist bæði fjöll á íslandi og Grænlandi. Sást þú það?
Ekki minnist ég þess nú.
Fyrsti túrinn minn, sem ég fór á togara, var með Uranusi árið
1969. Ég var á honum í 6 mánuði og við fórurn fyrst á fiskirí við
Nýfundnaland, en þar var Joá óhemju mikil veiði. Við komumst í
það að fylla skipið á 52 tímum og það var ekkert met, það voru
aðrir sem gerðu töluvert betur. Þetta var eingöngu karfi, sem þarna
fékkst. Fyrsti túrinn var töluverð reynsla fyrir mig, sem hafði ekki