Húnavaka - 01.05.1976, Page 115
HÚNAVAKA
113
Skuttogarinn Arnar á jiskveiðum. Varpan dregin inn.
ar trollið var fast og það stóð í basli í lengri tíma að ná því npp og
náðist að lokum upp á öðrum vírnum. Þá var þetta ekki fiskitorfa,
sem kom fram á pappírnum, heldur klettur.
Nú, í þessum sama túr, þetta var seint unr haustið, þá lenti ég í
því, sem ég hef aldrei lent í fyrr né síðar og jafnvel sjaldan heyrt
um. Við lentum í gífurlegu þrumuveðri. Við vorurn mjög norðar-
lega við vestur Grænland, með því nyrsta, sem togaranir fóru og þar
kom þetta gífurlega Jrrumuveður, þannig að allt lék raunverulega
á reiðiskjálíi og sjóndeildarhringurinn allt í kring, hann logaði. Það
var eins og færu einhverskonar rafbylgjur um sjóndeildarhringinn.
Það var ekki líkt eldingum, sem ég hafði séð áður. Kannske er þetta
kallað hrævareldur, annars hef ég ekki fengið neinar skýringar á
því livað Jjetta var. Þetta kom liátt á lofti og niðurundir sjóndeildar-
hringinn, gekk eins og í öldum, allt í kringum skipið, þannig að
það virtist allt loga. Aíenn voru hálf þegjandalegir bæði við vinn-
una og í lúkarnum meðan J^essi ósköp gengu yfir. En það varð ekk-
ert mein af þessu á nokkurn hátt.
Aðalmunurinn, sem mér finnst á síðutogurunum og þegar ég fer
um borð í skuttogara, til að fylgjast nreð, er að nú eru menn ekki
8