Húnavaka - 01.05.1976, Page 118
Opið bréf til Húnvetninga
Hér birtist gamalt bréf frá árinu 1902, skrifað af Páili Briem amt-
manni. Bréf petla var prentað og sent húnvetningum, en mun nú
ekki í margra fórum. Bréfið skýrir sig að öðru leyti sjálft.
S. Á. J.
OPIÐ BRJEF
TIL HÚNVETNINGA.
Háttvirtu kjósendur!
Með síðasta pósti hafa nokkrir kjósendur í Húnavatnssýslu sent
mjer áskoranir til þess, að jeg byði nrig fram til alþingiskosningar,
sem fram á að fara í sýslunni í næstkomandi júnímánuði. Um leið
og jeg leyfi mjei að þakka fyrir það traust, sem þessir kjósendur
hafa sýnt mjer, vil jeg lýsa yfir því, að jeg mun verða við áskorunum
þessum.
Um skoðanir mínar vil jeg fara nokkrum orðum. Samkvæmt boð-
skap konungs vors eigum vjer íslendingar nú kost á, að fá sjálfsstjórn
hjer á landi í hinum sjerstaklegu málefnum Islands. Þetta eru meiri
rjettindi fyrir þjóðina í heild sinni, en hún hefur nokkru sinni áður
liaft. Á söguöldinni, á blómaöld íslands, var hjer á landi þjóðleg
höfðingjastjórn, en nú á íslenska þjóðin kost á að fá stjórn, byggða
á þjóðræði, eins og hinar fremstu siðmenningarþjóðir hafa haft síð-
ari hluta umliðinnar aldar. Það er þjóðin sjálf, sem á að ráða lögum
og lofum í landinu.
En lögin eru eitt og framkvæmdin annað. Jafnvel hin bestu lög
verða að litlu liði í höndum þeirra manna, sem eigi kunna með þau
að fara. Þjóðræðið er ekkert annað en lyptistöng til framfara. Ef
þjóðin er ekki búin þeim andlegu hæfileikum að geta beitt þessari
lyptistöng, svo sem vera ber, þá er þjóðræðið hefndargjöf. Ef þjóðin
hleypur eptir stóryrðum röksemdalausum, ef varasemi vanþekking-