Húnavaka - 01.05.1976, Side 119
HÚNAVAKA
117
arinnar er svo mikil, að Jrjóðin að ástæðulausu tortryggir hina helstu
menn sína, og ef hún getur eigi dæmt um málefni sín með stillingu
og rólegri íhugun, })á er hverri Jrjóð, sem á að ráða sjer sjálf, hætta
búin. Þar er jarðvegur fyrir hóflausan flokkadrátt, og sá flokka-
dráttur kemur Jrjóðinni sjálfri í koll.
Að mínu áliti á þjóðin Jregar í upphafi, að setja flokkadrætti hjer
á landi ákveðin takmörk. Það er stefna alls hins siðaða lieims, að
gjöra stríðin, sem Jrjóðirnar heyja, mannúðlegri og siðvænlegri.
Menn hafa fengið þessu framgengt, þar sem þjóðirnar eiga að verja
fje sitt og för. Hversu miklu fremur má þá vænta þess, að þjóðirn-
ar kunni að setja sínum eigin börnum ákveðin takmörk. Flokkun-
um hættir við að keppa um völdin, en þjóðin á að heimta, að þeir
berjist fyrir velferð þjóðarinnar. Flokkadrátturinn er nauðsynlegur
til þess, að málin skýrist fyrir þjóðinni, en þegar hann gengur svo
langt, að hinir bestu menn geta eigi verið óhultir fyrir eiturskeytum
nafnlausra manna, þá er hann orðinn hóflaus og skaðlegur fyrir
Jrjóðina.
Þjóðræðið hefur orðið mörgum þjóðum til blessunar og farsæld-
ar, en ýmsum til óblessunar og ófarsældar. Það er því eigi nóg, að
þjóðin hafi Jrjóðræði, heldur verður hún og að hafa það siðferðis-
Jrrek, að hún geti sett flokkadrættinum þau takmörk, að hann verði
jafnvel til farsældar, að hann verði til þess að auka fjör og líf, að
hann verði til þess að menn leggi fram sína bestu krapta, og að hann
verði til þess að herða á framförum þjóðarinnar, án þess að þær fari
út af rjettu spori.
Flokkarnir eiga að ráða, ef þeir eru í meiri hluta, en þessa meiri
hluta eiga þeir að afla sjer á drengilegan hátt. í stjórnmálum er
jretta hið fyrsta og æðsta boðorð, sem báðir flokkar eiga að hlýða.
Jeg álít það rnesta velferðarskilyrði þjóðarinnar, að þjóðræðið
verði rjettilega notað, þegar það er fengið. Eptir þessu fer það, hvort
framfarir Jrjóðarinnar verða byggðar á traustum grundvelli eða eigi.
En einmitt þetta á að gjöra um á næsta þingi. Og þess vegna verður
hið næsta þing þýðingarmikið í sögu þessa lands. Ef mjer hlotnast
sæti meðal fulltrúa þjóðarinnar á næsta Joingi, þá mun jeg reyna af
fremsta megni að vinna að samkomulagi og eindrægni í þessu efni.
Það er vegna þess, að jeg hef ráðið það af, að bjóða mig fram við
næstu kosningar til alþingis. En þó að jeg einn fái litlu áorkað, þá
er þó eigi örvænt um, að ýmsir aðrir vilji styðja að hinu sama, enda