Húnavaka - 01.05.1976, Page 123
JÓN ÍSBERG:
\/estur-Islenclingar
sóttir heim
í október sl. voru 100 ár liðin frá landnámi íslendinga í Nýja ís-
landi í Manitobafylki í Kanada. Vegrra þessa afmælis heimsóttu
margir íslendingar frændur sína vestan hafs m. a. nokkrir héðan úr
sýslu.
Farnar voru þrjár hópferðir á vegum Þjóðræknisfélagsins og ein á
vegum bændasamtakanna á tímabilinu frá miðjum júlí og til síðari
hluta ágústmánaðar. Alls munu á annað þúsund manns hafa lagt
land undir fót og brugðið sér vestur um haf.
Ef lýsa ætti ferðinni í smáatriðum og öllu því sem fyrir augu bar,
]rá væri það efni í langa grein. Það er ekki hægt í þetta sinn, svo
greinin verður stutt, nánast til þess að minna á þessi tímamót frænda
okkar í vesturheimi.
Landar okkar komu að góðu og frjósömu landi gerólíku því, sem
þeir áttu að venjast. Það tók sinn tíma að kynnast nýja landinu,
þekkja það og gera það sér undirgefið. Sem dæmi má nefna, að þeir
ruddu skóginn á sléttunum og ræktuðu, en lærðu síðar af úkraníu-
mönnum, að koma upp skjólbeltum. Þau veittu skepnunum skjól
fyrir vindi og sól og bundu snjóinn svo jarðvatnið varð meira.
Það sem vakti einna mesta athygli mína var gróskan á vestur-
ströndinni. í Fraserdalnum fær bóndinn tvær uppskerur, og fjöllin
eru skógi klædd alveg upp úr. Þetta er að þakka úrkomunni, en svo
þornar þegar dregur frá ströndinni. Svo þessar endalausu sléttur, sem
þó eru ekki sléttur, heldur lágir ásar og lægðir. Þarna er ræktaður
maís, bygg, hveiti, hafrar, rúgur, alfa-alfa o. fl. tegundir. Á milli
akranna eru ósánir og nýplægðir akrar. Þá er verið að hvíla jörðina