Húnavaka - 01.05.1976, Page 125
HÚNAVAKA
123
Sagan um Vestur-íslendinga er ekki ósvipuð sögunni um týnda
soninn. Sárindi brottferðanna eru liðin, eftir er gleðin og ánægja
endurfundanna. Megi íslensku þjóðinni auðnast að hjálpa íslenska
þjóðarbrotinu í Vesturheimi að varðveita séreinkenni sín enn um
nokkurt skeið.
Eitt er það að karlar eru skeggjaðir, en konur ekki. Eftir fornri trú Norður-
landa virðast konur hafa átt í fyrstu að vera skeggjaðar eins og karlmenn, en
skegg þeirra var tekið með öðru fleira í fjöturinn Gleypni, og eru síðan kontir
skegglausar, en svo er til önnur ástæða til skeggleysis þeirra og er sú saga til
þess. Þegar Adam og Eva voru í Paradís, voru þau fyrst bæði skegglaus. Adam
þótti þau þá of lík og fór til Guðs og bað hann að gefa sér eitthvert merki, svo
að hann þekktist frá Evu. Guð vísaði honum þá að uppsprettu einni og bauð
honum að þvo sér um munn, höku og kjálka úr vatni lindarinnar. Adam gerði
það og óx honum þá skegg samstundis. Þegar Eva sá hann, jjótti henni þetta
svo dæmalaust fallegt að hún linnti ekki látum við Adam f)Tr en hann sagði
henni hvernig hann hefði öðlast þessa prýði. Vildi hún þá umfram allt öðlast
hið sama, fór til lindarinnar og tók að ausa sig vatninu. Þá kallaði Guð til henn-
ar, varð henni þá svo bilt við, að hún missti vatnið úr lúku sinni og lenti það
á allt öðrum stað en hún ætlaðist til. Síðan eru konur skegglausar.
ísl. þjóðhættir.
Arið 1701. Ný öld. Vetur allgóður, þó frostasamt um þorra, en linari á gótt,
jukust aftur með einmánuð. Tók óvíða fyrir jörð nema í Húnaþingi. Vorið kalt
og þurrt og vindasamt nteð gróðurleysi allt fram á Jónsmessu. Föstudag síðasta
í vetri (15. apríl) hljóp á forráðsveður með frosti, en úti urðu alls millum bæja
17 manneskjur á ýmsum stöðum, urðu 3 menn úti, er að fé stóðu. Þá dó margt
fólk úr megurð, bæði í Húnavatns- Hegraness- og Vöðlusýslunt.
Mælifellsannáll.
Arið 1658 bar það til tíðinda í kaupstaðnum Spákonufellshöfða. Maður einn
féll af baki, lá 4 nætur og dó, annar datt og þar í kaupstaðnum og fótbrotnaði,
þriðji féll líka og lá allt það sumar. Einum var hossað upp og niður á hestinum
svo að hann kviðslitnaði. Á einum slitnaði sundur þumalfingurinn er sá honum
var næstur var að binda saman hesta, fældust hestarnir. Það hafði illur andi
fylgt einum hollenskum bátsmanni.
Seiluannáll.