Húnavaka - 01.05.1976, Page 127
HÚNAVAKA
125
hverja þá fjölskyldu fara til eyjarinnar, sem einn eða fleiri voru
veikir af, svo að það yrði skemmtilegra fyrir sjúklinginn, að vanda-
menn hans væru með honum. Sumir af þeim, sem til eyjarinnar fóru,
voru töluvert veikir.
Þennan sama dag (13. sept.) kl. 12 á hádegi, komum við til Quebec
í Canada. Þá vorum við búnir að vera 10 daga frá Glasgow.
í Quebec hittum vér herra Baldvin L. Baldvinsson túlk frá Winni-
peg, og urðum vér allir mjög fegnir að sjá hann, eftir að hafa verið
túlklausir alla leið frá Skotlandi. Hann útvegaði okkur peninga út
á ávísnn þá, er Franch gaf okkur á bankann í Quebec. Við tókum
nokkrir að okkur að skipta peningunum út á milli vesturfara. Þetta
var töluverð fyrirhöfn að því leyti, að niargir áttu ekki nema nokkra
aura eða nokkrar krónur, en bankinn borgaði allt út í seðlum.
I Quebec voru settar látúnsplötur á flutning okkar, með númera-
tölu á. 1 gegnum plöturnar var gat, sem leðuról var dregin í, og þeiin
svo fest við hirzlurnar með leðurólinni. Við fengum þar líka farmiða
með járnbraut. Tveir piltar skildu við okkur í Quebec, þeir fóru til
kanadisks bónda, sem bjó nokkuð langt þaðan frá.
Skaðabótanefndin, sem að framan er getið, ritaði landshöfðingj-
anum yfir Islandi frá Quebec og sendi honum öll áðurnefnd skjöl og
fól honum á hendur að gjöra við málið hvað honum gott þætti.
Engan tíma höfðum við til að skoða okkur um í Quebec, því við
fórum þaðan kl. 8i/£ e. h. (13. sept.).
Daginn eftir, 14. sept., kl. 12.45 e. h. komum við til Ottawa höfuð-
borgar Kanadaríkis. Þar urðu eftir 27 af íslenzku vesturförunum.
Flestir af þeim höfðu ekki fargjald lengra en til Quebec, en B. L.
Baldvinsson vildi ekki skilja Jrá þar eftir, sökum þess að þar væri
litla sem enga vinnu að fá. Hann lét þá því verða samferða til
Ottawa, svo að stjórnin þar gæti ráðið hvað hún vildi gera við þetta
fólk. Nokkrir af þeim, sem eftir urðu í Ottawa, ætluðu til Ontario,
og urðu þess vegna eftir þar. Við fórum frá Ottawa kl. \i/4 e. h. 14.
sept.
Vagnar þeir, sem við fórum með frá Quebec til Winnipeg, voru
nokkuð öðruvísi, en vagnarnir, sem við fórum á yfir Skotland. í þess-
um kanadisku vögnum var hægt að hafa rúm með sér, en af því að
fæstir okkar vissu það, létum við rúmfatnaðinn niður í Quebec.
Urðum við að sofa á tómurn fjölunum alla leið til Winnipeg, og þótti
okkur það hreint ekki notalegt.