Húnavaka - 01.05.1976, Qupperneq 128
126
HÚNAVAKA
Þessir vagnar voru ekki hólfaðir eins mikið í sundur og vagnarnir
í Skotlandi. Það gátu verið svo tugum skipti af farþegum í sarna vagn-
inum. Einnig var hægt að ganga á milli vagnanna, eftir endilangri
járnbrautarlestinni. Bekkir voru meðfram báðum hliðum vegnanna.
og gangur eftir endilöngu á milli bekkjanna, líkt og í kirkju. Yfir
bekkjunum mátti kippa fram nokkurs konar rúmstæðum, sem mátti
hleypa upp að risinu á vögnunum svo lítið bar á. Þessi rúmstæði
voru líkust trogi að lögun nema hvað lengdin var meiri en breiddin,
sem skiljanlegt er. Ofnar voru í vögnunum, og var lagt á þá þegar
kalt var.
Við fæddum okkur sjálf frá Quebec til Winnipeg, eins og allir
innflytjendur verða að gera, sem fara þá leið. Hr. B. L. Baldvinsson
hafði nokkurs konar forðabúr í vögnunum, sem hann miðlaði úr til
þeirra, sem fæðislausir voru á leiðinni, en þeir urðu \ íst nokkuð
margir. Vissi ég ekki til að það kostaði þá neitt, og var það ekki svo
lítils virði, einkum þegar litið er til þess, að margir voru orðnir svo
peningalitlir, að þeir hefðu naumast getað keypt fæði. Framkoma
Hr. B. L. Baldvinssonar gagnvart okkur vesturförum var yfir höfuð
óaðfinnanleg að rnínu áliti. Aldrei voru liöfð vagrraskipti á leiðinni
nema á sjálfum gufuvagninum.
15. sept. var ágætt veður, eins og reyndar flesta dagana sem við
ferðuðumst landleiðina. Þá komum við á rnargar vagnstöðvar, og jrar
á meðal Chalk River, Woman River, Chaplean o. fl. Þennan dag dóu
2 böm af íslenzku vesturförunum, þau voru skilin eftir á einni vagn-
stöðinni, og átti að jarða þau þar.
17. sept. kl. 814 f. h. komum við til borgarinnar Winnipeg í Mani-
toba. Þá vorum við búin að vera 7 dægur frá Quebec. Okkur var
vísað á svo kallað innflytjendahús. Það hafði verið æði stórt, en
partur af því hafði brunnið í sumar er leið (’87). Ekkert hafði verið
gert við það aftur, svo að það var eiginlega ekki fagurt útlits.
Nokkrum klukkutímum eftir að við komum til Winnipeg, komu
þeir sem eftir urðu af hóp okkar í Ottatva til Winnipeg líka (að
undanteknum nokkrum mönnum, sem fóru til Ontario). Stjórnin í
Ottawa hafði sent þá vestur til Winnipeg upp á sinn kostnað, eða
sem kallað væri heima á íslandi „fátækraflutningi".
Margir Islendingar úr borginni koniu í innflytjendahúsið og einn-
ig nokkrir enskir, til þess að biðja um vinnufólk.
Einn af þeim löndum, sem komu í innflytjendahúsið, þótti okkur