Húnavaka - 01.05.1976, Qupperneq 130
128
HÚNAVAKA
kanadisku hjörð. Eða í þriðja lagi að við mundum, ef til vill ekki
rata frá henni aftur, og með Jdví stofna til stórkostlegra vandræða,
sem óvíst væri hvort greitt yrði úr.
Það fór nú heldur að tvístrast aðal hópurinn, Jjegar hér var komið
sögunni, Jjó munu flestir hafa farið til Nýja-íslands og annarra staða
í Kanada.
Litlu eftir að ég var kominn úr ferðinni til skrifstofu Heims-
kringlu, kom maður í innflytjendahúsið, sem Bæring Hallgrímsson
heitir, og bauð mér og bróður mínuin, með konu og 6 börnum, að
vera hjá sér Jiangað til við færum suður til Dakota í Bandaríkjunum.
Við voruni hjá honum í tvær nætur og tók hann ekki eitt „cent“
fyrir.
Winnipeg var orðin nokkuð stór bær, en rnjög virtist mér hann
óreglulega byggður. Engar sá ég stórkostlegar raða- eða kvaðrat-
myndaðar byggingar, eins og víða eru í stórum borgum. Götur eru
Jjar flestar fremur ljótar. Langfallegasta gatan í bænum er svo kallað
Aðalstræti (Main Street). Götur þær er fólk gengur sérstaklega eftir,
eru flestar lagðar borðum eða plönkum, en svo mjóar eru þær sumar,
að naumlega geta gengið tveir menn samhliða eftir Jieim. Akbraut-
irnar í bænum eru bara mokaðar upp, eins og sumar brýr á íslandi.
Þegar rigningar ganga, kváðu Jrær sparkast svo upp, af liestafótum
og vagnhjólum, að þær verði stundum illfærar.
19. sept. kl. 10 f. h. lögðum við af stað frá Winnipeg, áleiðis til
Dakota. Járnbrautarlestin Jiaut af stað með okkur, með sinni vana-
legu hröðu ferð og var komin til Gretna kl. 2/4 e. h. Gretna er dá-
lítill bær, rétt fyrir norðan línu þá, sem skilur í sundur Bandaríkin
og Kanadaríki. Frá Gretna héldum við strax aftur og komum til
Neche kl. 3i/ e. h., það er næsti bær fyrir sunnan línuna. í Neclie
vorum við nóttina, Jiví járnbrautarlestin gekk ekki lengra, en eigi
von á jámbrautarlest að sunnan, fyrr en daginn eftir. Frá Neche fór-
um við daginn eftir (20. sept.) kl. 12]/ e. h., en komnm til Hamilton
(næsta bæjar) kl. 12% e. h. Þar urðu nokkrir eftir af okkur. Við sein
áfram héldum, fórum þaðan strax aftur og komum til Saint Thomas
(næsti bær við Hamilton) kl. ll/2 e. h. Lengra gátum við ekki farið
með járnbraut, Jiangað sem við ætluðum. Við biðum Jdví eftir að fá
akstur upp í nýlendurnar. Þegar kl. var 71/ um kvöldið, komumst
við með norskum karli, sem kom í bæinn. Hann villtist með okkur
um nóttina, en hitti loksins bjálkakofa (Log-house), sem stóð í eyði.