Húnavaka - 01.05.1976, Qupperneq 131
HÚNAVAKA
129
þar urðum við það sem eftir var af nóttinni. Morguninn eftir (21.
sept.) kl. 6i/ó, lögðum við af stað frá kofanum, en komum til Moun-
tain kl. 8 f. h. Mountain er ofurlítil bæjarmynd í nýlendu íslendinga
í Dakota. Herra Björn Ágústsson Blöndal frá Mountain, sem staddur
var í Winnipeg þegar við komum þangað, var túlkur okkar suður til
Dakota og líkaði okkur ágætlega við hann. Á Mountain urðu allir
eftir, nema ég og bróðir minn með fjölskyldu sína. Við fórum strax
til Gardar, þangað sem ferðinni var heitið. Gardar er álíka stór bær
og Mountain, hann er einnig í nýlendu Islendinga.
Skammt frá Gardar bjó bróðir minn, sem Jakob Líndal heitir, til
hans komum vér kl. \\/2 e. h. 21. sept., og var þá ferðinni lokið. Þá
voru liðnar 11 vikur frá því, er ég lagði af stað frá Miðhópi.
Eg tók ekki farbréf frá Islandi, nema til Winnipeg, en þaðan og
suður til St. Thomas kostaði ferðin mig um 9 dollara (Einn dollari
3.75 kr.). Frá Winnipeg til St. Thomas eru um 100 enskar mílur, eða
rúmar 20 danskar, en frá St. Thomas til Gardar eru 20 enskar mílur.
Með því að margir báðu mig áður eu ég fór frá íslandi, að rita
sér um, hvernig ferðin hefði gengið og fleira þar að lútandi, þá
virtist mér réttast og umsvifaminnst að rita dálítið greinilega ferða-
sögu, svo að ýmsir gætu séð, hversu glæsilegum kjörum íslenzkir
vesturfarar verða stundum að sæta.
Rilað i aprilmánuði 1888.
1841. Fáhevrt var það líka hér um sveitir, að grasmaðkur gjöreyddi gróðri í
Langadal, frá Buðlunganesi að Auðólfsstaðaá, svo skepnur flúðu á háfjöll, en
Hlíðarfjall varð frítt, en skaði varð að þessu í Svartárdal og Blöndudal mót vestri
og ntjög víða í Skagafirði, einkum í Djúpadal. Maðkakyngjan færðist yfir í þykk-
uni röstum, og varð hvít röst eftir hann, færðist að túnum og þar mátti merja
jtað mesta með fótum eins og mola röst á túni. Spratt þar fljótt gras aftur af
fitu hans, sem er ljósefni. Ei fór hann í vel gróin tún, heldur jaðra og ræktarlitla
bletti. Tíminn var ntilli fardaga og Jónsmessu. A jrví maðkétna svæði varð dáð-
laust hey og hagar til mjólkurnota. Lítið varð vart við hann á hríslendinu.
Brandsstaðaannáll.
9