Húnavaka - 01.05.1976, Page 132
JVlinningargreincir
PÁLL GEIRMUNDSSON,
Blönduósi
Fceddur 19. október 1S95. — Dninn 28. janúar 1975.
Þeim fækkar nú óðum gömlu skólapiltunum frá Gagnfræðaskók
anum á Akureyri, nú M. A., og er slíkt ofur eðlilegt. Samt er það svo,
að í hvert sinn, er ég lieyri að einn sé horfinn úr hópnum, verður
mér undarlega innanbrjósts. Hugurinn ber mig
þá heim í skóla, ég sé fyrir mér hóp glaðra ung-
menna, heyri söng kveða við á skólaganginum eða
á Sal, sé fóthvata unglinga þreyta íþróttir á skóla-
blettinum. Um helgar heyrist dillandi dans í leik-
fimishúsinu og dragspilið er þanið eftir kúnstar-
innar reglum. Hversdagslega situr hópurinn við
nám og lítur varla upp úr bókunum, margt þarf
að læra og leita svara við. — Hvert sem litið er sé
ég fyrir mér ungt fólk á ferð, sem hefur gaman af
að lifa og flest af því er þakklátt fyrir að eiga þess
kost að vera í skóla, njóta þar fræðslu og góðs
félagsskapar, og þannig mætti lengi telja. Og nú
hefur einn af þessum vinum mínum að norðan helzt úr lestinni, Páll
Geirmundsson á Blönduósi. Hann kom í Gagnfræðaskólann á Akur-
eyri haustið 1915 og var í heimavist, — þá þóttu það mikil hlunnindi
að fá heimavist í skólanum, ekki einungis vegna þess, að í heima-
vistinni var efnalitlu fólki frekar gert kleift að kljúfa kostnaðinn við
Páll Gcirmundsson