Húnavaka - 01.05.1976, Side 133
HÚNAVAKA
131
skólagönguna, heldur þótti það skemmtilegra. Þar var oft glatt á
hjalla, unga fólkið kynntist þar betur og margir stofnuðu þar til vin-
áttu, sem entist alla ævi.
Páll Geirmundsson var fæddur að Hóli í Hjaltastaðaþinghá í N,-
Múlasýslu 19. okt. 1895. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Margrét
Arnbjörnsdóttir og Geirmundur F.iríksson bóndi að Hóli.
Páll var prúður piltur í skóla, hógvær og kurteis. Þóttu það miklir
kostir á þeim tíma. En hann var fastur fyrir og fylginn sér, ef því var
að skipta. Félagslyndur var hann alla tíð og tók mikinn þátt í félags-
lífi nemenda, lagði ætíð gott til málanna. Hann var mjög vinsæll
meðal kennara og skólasystkina, enda afbragðs góður heimilismaður
og skólaþegn.
Að afloknu gagnfræðaprófi 1919 kvöddust menn með trega á skóla-
hlaðinu eins og vant var á vori, og hver hélt til sinnar heimabyggðar,
Páll fór heim að Hóli. Árin liðu, en sumarið 1923 sá ég Pál aftur á
Blönduósi, þá vorurn við bæði komin á ókunnar slóðir, vestur fyrir
fjöllin. Björn bróðir Páls hafði þá fyrir nokkru hafið búskap í Húna-
vatnssýslu og Páll vildi freista þess að leita gæfunnar í hinu víðfeðma
og fagra héraði, þar sem bróðir hans hugðist festa rætur. Það var
gaman að hitta þarna gamlan skólapilt, því margs var að minnast lrá
skólaheimilinu á Akureyri, sem okkur þótti báðum vænt um. Seinna
kom það svo betur í 1 jós, hve góðan hauk ég átti í horni, þar sem Páll
var.
Á Blönduósi kynntist Páll eftirlifandi konu sinni, Hjálmfríði
Kristófersdóttur. Þau giftu sig á annan í hvítasunnu vorið 1926. Þá
var sól og vor í hugum ungu brúðhjónanna, er entist þeim meðan
bæði lifðu. Aldrei virtist bregða skugga á sambúð þeirra lijóna, enda
var Páll frábær heimilisfaðir.
Hjálmfríður var kjördóttir hjónanna Hjálmars Egilssonar frá
Reykjum á Reykjabraut og Önnu Þorsteinsdóttur, er um árabil var
mikilsvirt ljósmóðir á Blönduósi. Hjálmfríður var einkadóttir þess-
ara lieiðurshjóna, á æskuheimili hennar byrjuðu þau búskapinn og
þar áttu þau heima alla tíð, þar til fyrir stuttu að þau fluttu á elli-
deild Héraðshælisins á Blönduósi, en þá var heilsa Páls á þrotum.
Páll og Hjálmfríður áttu tvo mannvænleg og góð börn, Guðnýju,
maður hennar er Kristinn Pálsson kennari á Bliinduósi, og Hjálmar,
sem er giftur Sigríði Þ. Sigurðardé)ttur, einnig búsettur á Blönduétsi.
Það var mikil gæfa fyrir Pál að hafa börn sín svona á næstu grösum.