Húnavaka - 01.05.1976, Page 134
132
HÚNAVAKA
geta fylgzt með þeim og hlúð að þeim og svo bamabörnunum, sem
hann unni mjög og vildi allt leggja í sölunar fyrir.
Páll og Hjálmfríður voru mjög samhent um að gera heimilið sitt
aðlaðandi, svo að þar þótti öllum gott að koma. Minnast nú margir
með þakklæti glaðra stunda hjá þeim hjónum.
í mörg ár höfðu þau Páll og Hjálmfríður greiðasölu og var vinsælt
að leita þar skjóls, því viðtökur voru þar hlýjar og gestum veittur
beini af mikilli rausn.
Á Blönduósi voru Páli falin mörg trúnaðarstörf, hann sat í hrepps-
nefnd og var í mörg ár hreppsnefndaroddviti, og það á erfiðum tím-
um. Fórst honum það vel úr hendi, sent annað er hann tók sér fyrir
hendur. í stjórn Kaupfélags Húnvetninga var hann lengi og sinnti
margvíslegum störfum fyrir félagið.
Þá sat hann lengi í skólanefnd Kvennaskólans á Blönduósi og var
gjaldkeri skólans, þegar ég tók við skólanum haustið 1953. Var það
mér mikils virði að fá hann til samstarfs, því ég vissi að honum mátti
treysta, enda brást það ekki. Oft var úr vöndu að ráða, því fjárráð
voru af skornum skammti. En allt blessaðist vel.
Páll var alla ævi mikill starfs- og eljumaður, búskapur og ræktun
voru hans áhugamál. Þótt hann væri önnum kafinn við ýmis félags-
störf, stundaði hann búskap öll árin á Blönduósi af mikilli alúð.
Hann hafði yndi af að hirða skepnurnar sínar, var mikill dýravinur
og ræktunin vakti honum mikla gleði.
Páll var trúmaður. Um langt árabil var hann í sóknarnefnd á
Blönduósi, og fáir munu þeir hafa verið messudagarnir á staðnum
að Páll og Hjálmfríður væru ekki á sínum stað í kirkjunni. Sem
gjaldkeri Kvennaskólans var Páll mjög samvizkusamur og heiðar-
legur í hvívetna. Hann vildi hrein viðskipti, engu mátti skeika, allt
varð að standa heima, ekkert oftalið né vantalið. Færi betur, að sem
flestir hefðu sömu sögu að segja. Páll sóttist aldrei eftir metorðum,
né að sökkva í stóru ausunni, sem kallað er, en sætti sig við hinn
deilda verð.
Hann var svo vel viti borinn að hann vissi sem var, að gæfan er
hvorki fólgin í metorðum né auðæfum, lieldur býr luin í eigin
brjósti. Velferð heimilisins og uppeldi barnanna bar liann mest fyrir
brjósti auk þess sem liann vildi verða hverju góðu máli að sent mestu
liði. Hann taldi ekki eftir sér sporin, ef því var að skipta, og heimti
ekki ávallt daglaun að kvöldi.