Húnavaka - 01.05.1976, Page 135
HÚNAVAKA
133
Eftir mínum kynnum má segja um Pál að hann hafi unnið þann
mikla sigur að bregðast aldrei vandamönnum né vinum á langri leið.
Síðastliðið vor heimsótti ég Pál og Hjálmfríði á ellideikl Héraðs-
hælisins á Blönduósi. Páll var þá auðsjáanlega mikið þjáður, en
gleðiglampa brá fyrir í augunum þegar hann sá mig í dyrunum, og
hlýtt handtak var hið sama og áður, þetta voru okkar síðustu sam-
fundir.
Að leiðarlokum þakka ég Páli góða samvinnu og vináttu við mig
og mína. Lítil stúlka mér skyld, þakkar honum stóran greiða og góða
samfylgd, þegar hún 5 ára gömul hóf fyrstu skólagönguna og hann
tók hana í bílinn sinn og flutti í skólann inn fyrir Blöndu, en hún
átti Iieima á ytri bakkanum. í tvo vetur naut hún þeirrar hjálpsemi,
sem aldrei verður fullþökkuð.
Með þessum fátæklegu línum sendi ég konu Páls, börnum, tengda-
og barnabörnum hjartanlegar samúðarkveðjur.
Góður maður er genginn, sem ljúft er að minnast. í guðs friði.
(Ritað í febrúar 1975.)
Hulda A. Stefánsdóttir.
HAFSTEINN JÓHANN JÓNASSON
Fæddur 5. október 1901. — Dái?ni 11. júní 1975.
Hafsteinn Jóhann Jónasson andaðist þann 11. júní á heimili sínu
Sæbóli í Höfðakaupstað. Hann var fæddur 5. október 1901 í Hamra-
koti á Asum. Voru foreldrar hans Jónas Jóhannsson Jóelssonar i
Saurbæ í Vatnsdal og Jóhanna Jóhannsdóttir Jóhannssonar á Hróars-
stöðum. Foreldrar hans eignuðust 8 börn, sem var nokkur ómegð á
þeirra tíma mælikvarða. Voru þau hjón leiguliðar og skiptu oft um
bústaði, allt að 7 sinnum á 18 árum. Þau hjón hófu búskap í For-
sæludal, en voru síðast á Litla-Búrfelli. Allt bendir til að þau hafi
verið dugandi fólk við að bjarga sér, og segir til Jress sá ættararfur er