Húnavaka - 01.05.1976, Page 138
136
HÚNAVAKA
stunduðu þar, ráku þau búska]D. Keypti Hafsteinn lendur og varð
brátt forystumaður og leiðtogi Búnaðarfélags Höfðahrepps, eins og
hann hafði verið í sveit sinni. Á hans efri árum tók að segja til sín
hið mikla vinnustrit, og smám saman dró úr þreki hans til vinnu
og framkvæmda þó hugurinn væri sá sami. Hann liafði ekki hlíft sér
um dagana og átti óþrjótandi vinnugleði. Kona lians hafði reynzt
honum ágætur lífsförunautur, fór vel með efni þeirra og stóð ötul
við hlið lians í framkvæmdum. Var hjónabandið í alla staði liið
ágætasta.
Á búskaparárum Hafsteins, var hið mikla Guðsliús að Höskulds-
stöðunr lítt messuhæft, virtist fátt um úrræði, en ýmsir höfðu haft
hug á Hafsteini um þessa hluti Jr. á m. ég og kom því til leiðar að
Hafsteinn var kosinn formaður sóknamefndar. Hófst hann strax
handa hið fyrsta haust að girða nýja og gamla kirkjugarðinn, lét
bráðlega hefja kirkjusmíði, sem stóð í 5 ár og er óhætt að segja, að
þessi framkvæmd hvíldi mjög á herðum hans og bjartsýni hans jók
áhuga sóknarbarna. Vildi Hafsteinn ekkert til spara að kirkjan yrði
sem veglegust og var fórnfýsi sóknarbarnanna mikil og ef þraut fjár-
muni, lánaði Hafsteinn jíeninga. Hafsteinn Jónasson flutti ágæta
ræðu á vígsludegi kirkjunnar 31. marz 1963 og fann ég, að Jressi
dagur var gleðidagur í lífi hans. Er kirkjan á Höskuldsstöðum var
10 ára, Jrá voru það Hafsteinn og kona lians, sem gáfu fjármuni til
að húsinu yrði að fullu lokið. Hafsteinn unni mjög Jressu húsi og var
mjög samgróin {Dessari sveit. Er hann síðast sótti helgar tíðir í Hösk-
uldsstaðakirkju, þá var fermd sonardóttir hans og mátti hann nú
muna tvenna tímana frá sinni fermingu. Það er trú mín, að er liann
sat meðal oss í húsi Guðs, er hann hafði starfað svo mikið fyrir, hafi
hann hugsað að Guð hafi verið honum leiðtogi í lífinu. Já, hann var
gamall og slitinn maður, sem var að verða áhorfandi á leiksviði lífs-
ins og vonarmaður við andans fögru dyr.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson.