Húnavaka - 01.05.1976, Page 140
138
HÚNAVAKA
ríður síðan í Hólum, utan þann tíma er hún var um skeið í Skaga-
firði. Það var eðli hennar að vera sjálfstæð í lífinu, og ekki upp á
aðra komin eða þeim til þrengsla. Hún var nærgætin við þá sem hún
umgekkst, og hafði bundið tryggð við. Hún var einkar barngóð og
hlý, veitul og gjafmild. Hún var vel virt af því fólki, sem með lienni
ólst upp svo sem var um börn þeirra hjóna í Blöndudalshólum. Atti
hún góðu að mæta á sínu ævikvöldi.
Maria Ólafsdóttir. Þann 4. júlí andaðist á St. Jósefsspítalanum í
Reykjavík María Olafsdóttir, er fædd var 21. október 1903 í Háa-
gerði í Höfðahreppi. Voru foreldrar hennar Ólafur Ólafsson bóndi
og kona lians Helga Árnadóttir. Ólafur var sonur Ólafs Ólafssonar
frá Mallandi á Skaga. Svo er að sjá, sem þau hafi verið dugnaðar- og
ráðdeildarfólk, því að Ólafur gerðist efnaður að jarðargóssi, liér úti
á ströndinni, en þá var það vísasti vegurinn til að ávaxta búskapar-
stritið. Segja menn að hvert barn hans fengi jörð í arf. Þau hjón í
Háagerði urðu eigi gömul og var María kornung er móðir hennar
andaðist og í frumbernsku er faðir hennar dó 1907. Nutu þau syst-
kini ekki lengi foreldra sinna. Maríu var komið í fóstur hjá hjón-
unum Lilju Pétursdóttur og Guðjóni Einarssyni á Harrastöðum.
Voru þau hjón strandafólk og dugleg. Var heimili þeirra hið mynd-
arlegasta. María var myndarstúlka, vel að sér, hún hafði á sér mann-
dómssnið, bókhneigð og vel lieima í því sem hún las, og ágætlega
verki farin og þrifin.
Þann 23. mars 1922 giftist María, Páli Tómassyni. Hafði Páll misst
föður sinn, er hann drukknaði, en ólst npp með móður sinni. Mátti
segja að þau hjón Páll og María væru alin upp á næstu grösum því
tún jarðanna lágu saman, F.fri- og Neðri-Harrastaða. Þau hjón hófu
búskap í Kurfi, en fluttust að Bakka er María hafði fengið í maka-
skiptum fyrir Brandaskarð, er var hennar arfahlutur.
Böm þeirra eru:
Lilja, gift Gunnari Guðmundssyni, sem er með veitingastarf í
Reykholti.
Jakobina Ingibjörg, gift Högna Sigurðssyni, búsett í Garðabæ.
Þorgrimur, búsettur í Kópavogi.
Ólafur Helgi iðnverkamaður.
Guðriður Ása, gift Eiríki Þorkelssyni bifvélavirkja.