Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 144
142
HÚNAVAKA
Þeim Guðmundi og Guðrúnu búnaðist vel í Finnstungu og voru
bæði dugleg og reglusöm. Guðrún Sigríður var eljusöm kona við
búskapinn og var búkona í öllu sínu starfi. Þau hjón tóku jörðina í
góðu ásigkomulagi á þeirra tíma vísu. Þau ræktuðu mikið og byggðu
útihús mikil, og búsmalinn gekk vel fram. Guðrún reyndist stjórn-
söm húsmóðir, er maður hennar var að heiman við smíðar. Guðrún
var barngóð og mun hafa hugsað sem margar mæður að það væri hin
bezta Guðsgjöf hverju heimili, og ekkert strit og umhyggja væri of
mikil fyrir þeirra hagi. Bezti sigur hverra foreldra er að börn þeirra
lánist vel. Væri því góður heimilisandi samfara Guðstrú og menntun
stór þáttur í lífi hverrar fjölskyldu.
Meðan börn þeirra voru við nám í Reykjavík, hélt Guðrún Sig-
ríður Jrar heimili með þeim og hefur þetta margur gert og gefið góða
raun og orðið notadrjúgt, því lengi býr að fyrstu gerð.
Þann 16. desember 1975 andaðist á Héraðshæli A.-Húnvetninga,
Blönduósi, Jóhannes Hallgrimsson, er fæddur var 17. september
1886 í Hofsstaðaseli í Viðvíkursveit.
Voru foreldrar hans Hallgrímur Sigurðsson frá Brúnastöðum í
Langholti, og Hólmfríður Eldjárnsdóttir frá Miklahóli.
Eigi varð af hjúskap þeirra i milli og ólst Jóhannes upp með móð-
ur sinni er var í vinnumennsku í Hofsstaðaseli. En er faðir hans
kvæntist Ingiríði Hannesdóttur frá Ytri Brekku, Skagafirði fór Jó-
hannes til föður síns og ólst upp með honum á Þröm og Holtsmúla.
Eftir fermingu fór Jóliannes að Brinmesi til Einars Jónssonar, og
konu hans Margrétar Símonardóttur. Var þetta heimili rórnað fyrir
myndarskap og menningu. Hér dvaldist Jóhannes um ára bil, en fór
síðan í Hólaskóla. Hefur hann mannast mikið og mótast á Jressum
árum, enda bar hann ávallt með sér góða menningu og hógværa
framgöngu. Hann var hár vexti og vel limaður.
Réðst liann nú til verzlunarstarfa til Kristjáns Gíslasonar, kaup-
manns á Sauðárkróki, og síðan til Höphner-verzlunar. Jóhannes
starfaði J^ar unz Joessi verzlun lagðist niður, er hin rómaða samvinnu-
stefna tók við.
Jóliannes var velhæfur til Jressara starfa, hann var reikningsglögg-
ur, en ]>ess þurfti Jrá mjög við, Jdví ])á voru eigi notaðar reiknivélar,
en mannsheilinn var tölvan. Þá skrifaði hann ágæta hönd, var mað-
ur samvizkusamur, kurteis í framgöngu og snyrtimenni.