Húnavaka - 01.05.1976, Side 145
HÚNAVAKA
143
Jóhannes kvæntist 22. maí 1914, Ingibjörgu Hallgrímsdóttur, frá
Tungunesi. Þau bjuggu fyrst í Brimnesi, síðan á Botnastöðum í
Bólstaðarhlíðarhreppi, en fluttu svo að Þverárdal 1944. En þar bjó
Árni Gunnarsson er kvæntist dóttur þeirra hjóna Margréti.
Þau hjón Jóhannes og Ingibjörg áttu son, Hallgrím að nafni er
andaðist 17 ára. Þótt þeirn væri sonarmissirinn sár var líf og æfi
dóttur þeirra í mestan máta mikil huggun.
Jóhannes var alla æfi bókhneigður og las mikið, enda var hann
um langt árabil bókavörður lestrarfélags Húnvetninga.
Var Jóhannes ósporlatur að koma frá Þverárdal og opna safnið í
Bólstaðarhlíð. Hann var vel gerður, Jregar í æsku, gott mannsefni
og greiddist honum vegur, meðal góðs og mikilhæfs fólks, er hann
sýndi sig í alla staði Jress verðugan.
Kvonfang hans var honum til góðrar æfi, allt til síðasta dags.
Pétur Þ. Ingjaldsson.
Guðmundur Reyr Daviðsson, ungbarn Blönduósi, andaðist 27.
febrúar í Reykjavík. Hann var fæddur 4. júní 1974 á Blönduósi, og
borinn til grafar 11. marz frá Blönduósi.
Foreldrar hans eru: Davíð Sigurðsson og kona hans Bóthildur
Halldórsdóttir, Tungu, Blönduósi.
Ingibjörg Jónsdóttir, frá Akri, andaðist 28. júní á H.A.H. Hún var
fædd 7. ágúst árið 1917, að Ytri-Löngumýri. Foreldrar hennar voru
Jón Pálmason bóndi og alþm. á Akri, síðar alþ.forseti og ráðherra,
og kona hans Jónína Ólafsdóttir frá Minnihlíð við Bolungarvík
vestra. Ingibjörg var elst 5 systkina sinna og eru 3 Jreirra á lífi. Árið
1923 fluttist hún með foreldrum sínum að Akri, Jrar sem hún dvaldi
nær óslitið til fullorðinsára og var jafnan önnur hönd foreldra sinna
á liinu mannmarga og gestkvæma heimili við úti sem innistörf. Árið
1935 var hún við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi og árið eftir
við framhaldsnám í vefnaði.
Árið 1944—1945 kenndi hún vefnað við Húsmæðraskólann að
Löngumýri í Skagafirði. Þann 24. okt. árið 1953 gekk hún að eiga
eftirlifandi eiginmann sinn Guðmund Jónsson frá Sölvabakka. Hófu