Húnavaka - 01.05.1976, Qupperneq 146
144
HÚNAVAKA
þau búskap að Sölvabakka þá um liaustið og bjuggu þar um þriggja
ára skeið. Eu árið 1956 flytja þau að æskuheimili hennar Akri, þar
sem þau bjuggu félagsbúi um tveggja ára bil. Vorið 1958 fluttu þau
hjón til Blönduóss, þar sem hún átti heimili sitt, að Húnabraut 22
til dauðadags.
Eignuðust þau tvo syni, en þeir eru: Jón tæknifræðingur, er dval-
ist hefir erlendis við nám og Finnbogi Ottó húsasmiður á Blönduósi.
Með Ingibjörgu frá Akri er genginn mikill persónuleiki. Hún var
hreinlynd, ákveðin í skapgerð og ástsæl af nágrönnum sínum.
Jóhanna Þórðardóttir húsmóðir, Blönduósi, andaðist 18. október
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, níræð að aldri. Útför hennar
fór fram 25. okt. frá Blönduósi.
Hún var fædd 16. ágúst árið 1884 að Syðra-Garðshorni í Svarfaðar-
dal í Eyjafirði. Foreldrar hennar voru Þórður Jónsson og kona hans
Guðrún Lovísa Björnsdóttir, er þar bjuggu. Þriggja ára að aldri
fluttist hún nteð foreldrum sínum að Steindyrum í Svarfaðardal,
þar sem hún ólst upp. Þar dvaldi hún til tvítugsaldurs, en að Stein-
dyrum bjuggu foreldrar hennar um 18 ára skeið. Skömmu efíir alda-
mótin fór hún til Akureyrar, þar sem hún nam og vann um tíma við
fatasaum. Síðan réðist hún sem kaupakona að Laxamýri í Þingeyjar-
sýsln, þar sem hún kynntist manni sínum Snorra Kristjánssyni frá
Hraungerði í Aðaldal og voru þau gefin sarnan árið 1910.
Árið 1916 fluttust þau hjón til Blönduóss, þar sem þau bjuggu
allan sinn búskap. Mann sinn missti hún 1966.
F.ignuðust þau fjögur börn, en þau eru:
Lovísa, gift Jósef Flóvenz, búsett í Reykjavík, Kristján bifreiðar-
stjóri, kvæntur Önnu Tryggvadóttur, búsett á Blönduósi, Regina,
en hún dó barn að aldri, og Hihmar bifreiðarstjóri, kvæntur Gerði
Hallgrímsdóttur, búsett á Blönduósi.
Jóltanna átti við langvarandi sjúkleika að stríða. Missti hún aldrei
sjónar á umhyggjunni fyrir heimili sínn og börnum. Hún var trú
allt til dauðans.
Pálina Salóme Jónsdóttir frá Syðri-Löngumýri andaðist 14. desem-
ber á H.A.H. Hún var fædd 9. lebrúar árið 1889, að Fremri-Hnífsdal
í Eyrarhreppi vestra. Foreldrar hennar voru Jón Björnsson sjómaður
og kona hans Jóhanna Pálsdóttir. Henni var ungri komið fyrir hjá