Húnavaka - 01.05.1976, Page 147
HÚNAVAKA
145
frænda hennar, Kjartani Guðmundssyni útvegsbónda í Fremri-
Hnífsdal, og konu hans Kristjönu Valdemarsdóttur, þar sem hún
ólst upp.
Hjá þeim dvaldi hún til 23 ára aldurs, en þá réðist hún kaupakona
að Syðri-Löngumýri, til Önnu og Jóns Gíslasonar er þar bjuggu. Þar
kynntist hún manni sínum Eyþór Guðmundssyni frá Austurhlíð, er
nú dvelur í hárri elli á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi. Gengu
þau í hjónaband 5. marz árið 1914. Hófu þau búskap sinn að Syðri-
Löngumýri, þar sem þau voru í vinnumennsku um eins og hálfs árs
skeið, en þá flytja þau að Eiðsstöðum og bjuggu þar í hart nær þrjú
ár.
Árið 1921 taka þau sig upp og flytjast búferlum vestur á æsku-
stöðvar Pálínu, að Flnífsdal, og bjuggu þar í 17 ár. Stundaði maður
liennar þar alla algenga verkamannavinnu. Vorið 1938 flytja þau
hjón aftur norður og eru næstu árin í húsmennsku á nokkrum bæj-
um í Svínavatns- og Torfalækjarhreppum. Árið 1948 hverfa þau aft-
ur að Syðri-Löngumýri og bjuggu þar á síðasta skeiði búskapar síns,
lengst af í skjóli sonar síns Halldórs og konu hans Guðbjargar
Ágústsdóttur, sem nú er látin.
Árið 1973 varð Pálína vistkona á ellideild Héraðshælisins á
Blönduósi.
Börn þeirra hjóna eru:
Guðmitndur bóndi í Brúarhlíð, kvæntur Emelíu Þorgrímsdóttur.
Kjartan, er var búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Ragnhildi Haralds-
dóttur, en hann er látinn. Elin Ingibjörg, búsett í Reykjavík, gift
Sigurvin Finnbogasyni verkstjóra, látin fyrir nokkrum árum.
Jóhann, búsettur á Tálknafirði, kvæntur Ingigerði E'narsdóttur.
Halldór bóndi á Syðri-Löngumýri og kvæntur var Guðbjörgu
Ágústsdóttur, er látin er eins og áður er sagt. Haraldur verkrmaður
í Brúarhlíð, ókvæntur. Haukur, búsettur í Reykjavík, ókvæntur.
Pálína var mikil mannkostakona, er samferðamenn hennar minn-
ast ætíð með virðingu og þakklæti í huga.
Valdemar Jóha?ntsso?i verkamaður, Blönduósi, andaðist 16. des.
í Reykjavík, 87 ára að aldri. Útför hans fór fram frá Blönduósi 22.
des.
Hann var fæddur 6. des. árið 1888, að Bálkastöðum í Ytri-Torfu-
staðahreppi V.-Hún. Foreldrar hans voru Jóhann Jóhannsson, er
10