Húnavaka - 01.05.1976, Page 148
146
HÚNAVAKA
ættaður var úr Miðfirði og kona hans Sigurlaug Jóhannsdóttir, ættuð
af Vatnsnesi. Valdemar ólst upp í föðurgarði, en fór ungur að heiman
og réðist þá í vinnumennsku að Haukagili í Vatnsdal til Guðrúnar
Þorsteinsdóttur, er þar bjó.
Næstu árin var hann vinnumaður á allmörgum bæjum hér um
slóðir eða þar til hann gekk að eiga Sigríði Jónsdóttur, er ættuð var
úr Vatnsdal. Var brúðkaup þeirra gert frá Undirfellskirkju á hvíta-
sunnudag 3. júní 1911. Hófu þau búskap sem vinnuhjú að Eyjólfs-
stöðum í Vatnsdal og síðar á Brúsastöðum, svo og fleiri bæjum í
Vatnsdal. Árið 1913 flytja þau búferlum að Blöndubakka og eru þar
um tveggja ára skeið, unz þau flytja til Blönduóss 1915.
Stundaði Valdemar jafnan nokkum búskap og vann alla algenga
verkamannavinnu, er til féll.
Börn þeirra hjóna eru:
Sigfiís Bergmann, kvæntur Guðbjörgu Þorsteinsdóttur frá Hörgs-
lilíð, búsettur á ísafirði, Helga húsmóðir á Blönduósi, gift Rögnvaldi
Sumarliðasyni, Sigurlaug húsmóðir á Blönduósi, gift Jóni Sumarliða-
syni, og Jónina, nú búsett á Skagaströnd. Auk þess ólu þau upp
Svavar dótturson sinn, en hann er búsettur norður í Skagafirði.
Árið 1965 fóru þau hjón á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi,
þar sem þau dvöldu til dauðadags. Konu sína rnissti Valdemar árið
1973 eftir rneir en 60 ára farsælt hjónaband.
Með Valdemar er horfinn góður og traustur þjóðfélagsþegn, er
jafnan reyndist trúr í öllum störfum sínum. Hann var eftirsóttur til
starfa vegna dugnaðar, enda vinsæll og vel látinn.
Sr. Árni Sigurðsson.