Húnavaka - 01.05.1976, Page 149
Fréltir og fróðleikur
VEÐRATTAN 1975.
Veðurfar var hið versta í janúar-
mánuði, sem var meðal hinna
alköldustu á landi hér. Voru þá
stöðugar hríðar og oft nokkuð
frosthart. Sunnudaginn 12. janú-
ar gekk í norðaustan afspyrnu-
veður, með afar mikilli fann-
komu og talsverðu frosti, sem
stóð hátt á þriðja sólarhring, án
þess að upp birti. Þá urðu tölu-
verðar raflínubilanir, svo að
nokkur hluti héraðsins var raf-
magnslaus meðan óveðrið geis-
aði. Olli það að sjálfsögðu veru-
legum óþægindum. Fannfergi
var orðið mikið eftir hríðina, og
voru hús nær fennt í kaf sum-
staðar. Jarðskarpt var Jregar um
áramót, svo hross komu yfirleitt
á gjöf í Jressum illviðrakafla.
Samgöngur voru erfiðar, og
stöðugt þurfti að ryðja snjó af
vegum.
Þegar leið á þorrann varð tíð-
arfar öllu mildara og stilltara.
Þá gerði sæmilega hláku, og
komu upp nokkrir hnottar. Þó
var veðráttan fremur köld á út-
mánuðum, en ekki gerði stór-
viðri. Talsverðar frosthörkur
komu á seinni hluta góu. Því
batnaði liægt á jörð, svo hross
voru víða við hús til vors. Beit
notaðist lítt fyrir sauðfé. Varð
Jrví fóðureyðsla með mesta móti,
og tók heyleysis að gæta Jregar
leið að vori. Heymiðlun bænda
á milli varð veruleg, og fyrning-
ar litlar sem engar um vorið.
Talsvert hlýnaði um sumar-
málin, og tók snjóa mjög að
leysa. Ekki stóð það góðviðri
lengi, því strax um fyrstu sumar-
helgi kólnaði í veðri. Var vorið
kalt en þurrviðrasamt. Ekki
komu veruleg hret nema um
krossmessuleytið. Hjá flestum
bændum hófst sauðburður með
fyrra móti og var frjósemi áa
góð. Eyðsla heys og kjarnfóðurs
á sauðburði var með almesta
móti, enda lambám gefið eftir
því sem föng voru á. Hey frá
sumrinu á undan voru óvenju
góð, svo féuaður gekk vel undan
vetri. Nokkrir mjög hlýir en
þurrir dagar komu s.'ðast í maí.
Fóru bændur Jrá að sleppa lamb-