Húnavaka - 01.05.1976, Page 151
HÚNAVAKA
149
ám á úthaga, þó gróður væri
lítill. Öllu fyrr greri þó fram til
dala. Voryrkjur drógust á lang-
inn og tilbúnum áburði lítið
dreift fyrr en í júní.
Kuldar héldust allt vorið og
grasspretta því seint á ferð. Ekki
kom veruleg væta fyrr en seint í
júní, og þá fyrst fóru tún að taka
við sér. Að lokum varð allgóð
spretta, enda yfirleitt ekki til-
finnanlegar kalskennndir. Slátt-
ur hófst seint og óvíða fyrr en
nokkuð var liðið á júlímánuð.
Var ágæt heyskapartíð fram yfir
miðjan júlí, svo þeir sem þá
liöfðu byrjað heyskap náðu þá
ágætum heyjum. Eftir það gekk
í votviðri með nokkrum hlýind-
um, og var síðan erfið veðrátta
til heyskapar allan sláttinn.
Hey hraktist þó sjaldan mjög
lengi, en afar erfitt að ná því vel
þurru, vegna þess hve skúrasamt
var. \7íða spruttu tún úr sér áður
en slegið var. Heyskap lauk
yfirleitt stuttu fyrir göngur.
Urðu hey í góðu meðallagi að
vöxtum, en nýting afar misjöfn
og víða með lélegasta móti.
Veður kólnaði mjög þegar í
byrjun september. Var veðrátta
umhleypingasöm og úrkomu-
mikil um haustið og raunar allt
til áramóta. Um réttirnar snjó-
aði nokkuð og gerði allmikið
frost. Ekki olli þó slæm veðrátta
teljandi röskun á göngum og
réttum. Sauðfjárslátrun lauk um
veturnætur. Skárust dilkar vel í
meðallagi, en tvílembingar samt
nokkuð misjafnir. Kýr komu
með fyrsta móti á gjöf.
Þó umhleypingar væru mjög
miklir síðustu mánuði ársins
setti aldrei niður snjó svo telj-
andi væri. Fullorðið fé var yfir-
leitt ekki tekið á hús fyrr en
seint í nóvember, en lömb víð-
ast hvar um veturnætur. Góð
jörð hélst til áramóta og aldrei
gerði teljandi áfreða. Snjór á
vegum með minnsta móti og
samgöngur jafnan greiðar. Oft
voru hvassviðri, en þó ekki svo
að verulegu tjóni yrði. Óvenju
mikil stórrigning kom um jóla-
dagana og urðu víða vatnavextir.
Milli jóla og nýárs kólnaði svo á
ný og var talsvert mikil hríð síð-
ustu daga ársins. Upp birti á
gamlárskvöld, svo árið kvaddi
með frosti og hreinviðri.
Pétur Sigurðsson.
BLÖNDUVIRKJUN.
Fátt eða ekkert var jafn umtalað
hér í sýslu á s.'ðasta ári, og fyrir-
huguð Blönduvirkjun, enda eitt-
hvert stærsta mál, sem verið hef-
ur á döfinni í héraðinu.
Tuttugasta og fimmta apríl
boðaði iðnaðarráðherra sveitar-
stjórnir og sýslunefndarmenn