Húnavaka - 01.05.1976, Síða 156
154
HÚNAVAKA
hjón í Skrapatungu, frá hjónun-
um á Höskuldsstöðum, Kristjáni
Sigurðssyni og Helgu Guð-
mundsdóttur, sem er dóttir fyrr-
nefndra hjóna. Þá var afhent að
gjöf til Höskuldsstaðakirkju
skírnarfat í hinn nýja skírnar-
font, er Kvenfélag Höskulds-
staðakirkju hefur gefið kirkj-
unni. Skálin er úr messing með
upphleyptum krossi á botni, en
á skálarbrún er þetta grafið:
Gjöf til Höskuldsstaðakirkju til
minningar um konu mína Elin-
borgu Ósk Einarsdóttur, fædd
27. 2. 1900, dáin 19. 12. 1972,
Jakob Bjarnason. Skírnarfat
þetta er hið eigulegasta og fellur
vel saman við skírnarfontinn.
Eftir safnaðarfund í Hólanes-
kirkju sunnudaginn 23. nóv.
gengust konur fyrir fjársöfnun
og söfnuðu peningum til kaupa
á efni svo hægt væri að bólstra
og klæða kirkjubekki. Söfnuðust
83 þús. krónur. Fyrir söfnun
þessara peninga stóð starfsfólk
pósthússins í Höfðakaupstað.
Keypt var dökkrautt pluss sem
áklæði og svampur til að bólstra
með. Voru bæði setur og slár
bekkjanna klæddir og bólstrað-
ir. Var þetta verk unnið í sjálf-
boðavinnu undir stjórn for-
manns sóknarnefndar, Þorbjörns
Jónssonar. Eru bekkirnir þægi-
legri og betri ásetu en áður var
og kirkjunni til mikillar prýði.
Þann 19. nóv. komu frá Akra-
nesi Guðbjartur Andrésson
kennari og Hrólfur Jónsson hús-
gagnabólstrari, með Nýja testa-
mentið frá Gideonfélaginu. Var
kristileg samkoma á prestssetr-
inu í Höfðakaupstað. Þar af-
hentu þeir börnum Nýja testa-
mentið. Síðan liéldu þeir út að
Tjörn í Skagahreppi, en þar er
farskóli, sá síðasti hér í Húna-
vatnssýslu. Kennari er Rósberg
G. Snædal rithöfundur. Þar
höfðu þeir sunnudagaskóla og
afhentu börnunum Nýja testa-
mentið.
Þann 22. nóv. komu þeir guð-
fræðingarnir Gunnar Sigurjóns-
son og Benedikt Arnkelsson,
starfsmenn Kristniboðssambands
íslands, til Höfðakaupstaðar.
Sunnudaginn 23. nóv. komu
þeir í sunnudagaskólann í Hóla-
neskirkju og töluðu þar og
fræddu börnin. Síðan messaði
prófastur, sr. Pétur Þ. Ingjalds-
son, og var safnaðarfundur eftir
rnessu um byggingamál kirkj-
unnar, en um kvöldið héldu þeir
samkomu í kirkjunni, þar sem
þeir sögðu frá kristniboðinu í
Konsó. Mánudaginn 24. nóv. fór
Benedikt Arnkelsson í barna-
skólann og flutti þar erindi fyrir
nemendur. Þeir Gunnar og
Benedikt predikuðu og fluttu
erindi um kristniboðsstarfið í
Konsó, sýndu skuggamyndir og