Húnavaka - 01.05.1976, Side 158
HÚNAVAKA
156
prófastsdæmisins þennan dag, í
Vesturhópshólakirkju, þar sem
sr. Arni Sigurðsson prédikaði og
sr. Gísli Kolljeins þjónaði fyrir
altari, en organisti var Guð-
mundur Kr. Guðnason. í Tjarn-
arkirkju flutti sr. Ingvi Þ. Árna-
son prédikun en sr. Róbert Jack
og sr. Pétur Þ. Ingjaldsson þjón-
uðu fyrir altari og organisti var
Kristján Hjartarson. Að afloknu
síðdegiskaffi í boði sóknarnefnd-
ar Tjarnarsóknar setti prófastur
fundinn í Tjarnarkirkju.
í upphafi máls s.'ns minntist
hann þeirra, er látist höfðu á
héraðsfundarárinu og komið við
kirkjuleg mál, svo sem: Jósefínu
Antóníu Helgadóttur Zoega er
fædd var 30. júní 1893 og dáin
17. sept. 1974. Starfaði hún mjög
að kirkjumálum og var áhuga-
söm um að reist yrði kirkja á
Hvammstanga. Var safnaðarfull-
trúi um fjölda ára, sat á kirkju-
þingi tvö tímabil. Jósefína var
mælsk og hafði álniga á kristn-
um sið og málefnum heilagrar
kirkju. Hafsteins Jónassonar frá
Njálsstöðum og Þorláks Jakobs-
sonar verzlunarmanns á Blöndu-
ósi. Þessara manna er nánar get-
ið annars staðar hér í ritinu.
Bjarna Þorsteinssonar kennara á
Borðeyri, er starfaði mikið að
kirkjulegum málum og sat um
áratugi í sóknarnefnd Prest-
bakkakirkju.
Messur í prófastsdæminu voru
247, altarisgöngugestir 290,
hjónavígslur 29 og skírnir 83.
Að lokinni ræðu prófasts urðu
nokkrar umræður. Þá skýrði sr.
Gísli Kolbeins frá starfi nefndar
þeirrar, sem kosin var á liéraðs-
fundinum 1971, til þess að at-
huga hvernig best mætti varð-
veita minningu fyrsta kristni-
boða landsins, Þorvaldar víð-
förla. Hafði nefndin starfað
og athugað ýmsa möguleika.
Áhugi fundarmanna var fyrir
því, að nefndin starfaði áfram.
Einn nefndarmanna, Bjarni
Jónasson safnaðarfulltrúi úr
Undirfellssókn, baðst undan
starfinu sökum vanheilsu, og var
Konráð Eggertsson, Haukagili
kosinn í hans stað. Aðrir nefnd-
armenn eru sr. Gísli Kolbeins og
Guðrún Jónsdóttir á Hnjúki í
Vatnsdal.
Þá las prófastur bréf frá Aðal-
steini Steindórssyni umsjónar-
manni kirkjugarða, þar sem
hann gerir að tillögu sinni, að
héraðsfundur kjósi nefnd, er sjái
um snyrtingu og fegrun kirkju-
garða. Eðvald Halldórsson flutíi
erindi að beiðni prófasts um
kirkjugarða, girðingar þeirra og
hvernig þær yrðu varanlegastar.
Einnig varðveislu gamalla minn-
ismerkja, sem víða er ábótavant.
Eðvald Halldórsson lýsti reynslu
sinni um þessa hluti og urðu um