Húnavaka - 01.05.1976, Síða 161
HÚNAVAKA
159
Ágústsdóttir, frú, Geitaskarði,
Valgarður Hilmarsson, bóndi,
Fremstagili. Elín Sigurðardóttir,
frú, Torfalæk, hefur starfað með
nefndinni í fjarveru Valgerðar.
Síðla sumars hófust fram-
kvæmdir sunnan við Héraðs-
liælið og skyldu rísa þar 5 íbúð-
ir, sem fyrsti áfangi að dvalar-
lieimili fyrir aldraða, sem fyrir-
h-ugað er að verði í nánum
tengslum við Héraðshælið. Var
lokið við að grafa, ganga frá
sökklum og skolpleiðslum að
mestu leyti, áður en vetur gekk
í garð. Fljótlega gerði bygginga-
nefndin sér grein fyrir, þegar séð
varð fram á hvað grunnurinn
var erfiður og dýr, að réttara
þætti að hér risi 2ja hæða bygg-
ing og mætti þá fjölga íbúðun-
um um helming. Myndu með
því móti fást tiltölulega ódýrari
íbúðir, þar sem grunnur og
kjallari skiptast á 10 íbúðir
í stað 5. Haft var samband
við þá félaga Örnólf Hall og
Ormar Þór Guðmundsson, arki-
tekta, en þeir eða Arkitektastof-
an s.f. hefur séð um allar teikn-
ingar. Var nú teikningunni
breytt og féllst bygginganefndin
á þá breytingu, með þeim fyrir-
vara, að sýslunefndin samþykkti
hana. Er hér um að ræða 10
íbúðir, hver um sig um 45 til
50 m- að stærð. Mynd af íbúð-
unum fylgir þessari grein og má
á henni sjá bæði útlit hússins og
skipulag íbúðanna. í framtíð-
inni er hugsað að íbúðirnar
tengist aðalálmu, sem fyrirhug-
að er að byggja í átt að Héraðs-
hælinu, en sú álma kemur til
með að verða byggð, ef fjármagn
verður fyrir hendi, strax og
íbúðirnar verða fullgerðar. Ekki
hefur sú álma enn verið teiknuð
að fullu, en eins og áður hefur
verið getið um í fréttapistlum
um heilbrigðismál, er fyrirhug-
að að þar verði vistheimili fyrir
einstaklinga, borðsalir, setustof-
ur, föndurherbergi og annað,
sem nauðsynlegt er talið fyrir
slíkar byggingar.
Sú breyting hefur orðið á
varðandi fjármögnun dvalar-
heimila og íbúða fyrir aldraða,
að ríkið tekur ekki lengur bein-
an þátt í henni. Munu sveitar-
félögin því verða að sjá ein um
fjármögnunina. Að vísu er sveit-
arfélögunum í staðinn séð fyrir
auknum hluta í söluskatti, sem
ætlast er til að þau að einhverju
leyti noti til þessara fram-
kvæmda.
Bygginganefndin gerir sér vel
grein fyrir, að erfitt verður að
fjármagna þessa byggingu. Lof-
orð eru þó fyrir lánum frá Hús-
næðismálastjórn út á íbúðirnar,
auk beins framlags sýslunnar.
Til þess að hraða framkvæmd-
um hefur bygginganefndin