Húnavaka - 01.05.1976, Page 171
HÚNAVAKA
koma á fót keppni í nokkrum
greinum íþrótta milli skólanna
í héraðinu. Er áformað, að það
verði árleg keppni og keppt um
farandbikara, sem sex aðilar
hafa gefið.
Sambandið gekkst fyrir há-
tíðarhöldum á Blönduósi 17.
júní og um kvöldið var fjöl-
skyldudansleikur í félagsheimil-
inu.
íþróttamaður ársins 1974 var
kjörinn Einar Einarsson.
Mikið hefur verið rætt um
það hjá USAH á liðnum árum
að koma á fót unglingabúðum,
og var hugmyndin að koma slík-
um ltúðum á til reynslu á liðnu
sumri. Af því gat þó ekki orðið,
en vonandi rætist úr því síðar.
Að lokum sendir stjórn USAH
öllum velunnurum sambandsins
beztu kveðjur og þakkir fyrir
veittan stuðning.
M. Ó.
BRUNI f ÞÓRORMSTUNGU.
Föstudagskvöldið 5. september
kom upp eldur í sambyggðu fjár-
húsi, hlöðu og vélageymslu að
Þórormstungu í Vatnsdal. Bygg-
ingarnar voru úr járni og timbri,
og skipti engum togum, að þær
urðu alelda á svipstundu og
brunnu til grunna án þess við
neitt væri ráðið. Nær engu varð
169
bjargað úr eldinum. í brunan-
um fórust um 30 hænur. Um
1400 baggar af heyi eyðilögðust,
svo og nokkuð af óbundnu heyi.
Mjög mikið af ýmiss konar verk-
færum og varahlutum var í
geymslunni og eyðilagðist það
allt, einnig talsvert af fóðurbæti.
Fullvíst er talið að kviknað hafi
í út frá rafmagni. Allt var þetta
óvátryggt, og er því tjón hjón-
anna Helgu Lárusdóttur og
Helga Sveinbjörnssonar mjög
tilfinnanlegt.
Jóh. Guðm.
BEITARTILRAUN.
Á síðastliðnu sumri hófst viða-
mikil landnýtingartilraun hér á
landi á vegum landbúnaðarráðu-
neytisins. Tilraunin er gerð með
styrk frá Þróunarstofnun og
Matvæla- og landbúnaðarstofn-
un Sameinuðu þjóðanna. Til-
raun þessi hefur það að mark-
miði að rannsaka beitarþörf
sauðfjár, og á sumum stöðum
nautgripa við mismunandi að-
stæður. Tilraunin fer fram á
mismunandi landi, og er reynt
að velja sem breytilegast gróður-
lendi frá einum stað til annars.
Sumt af þessu landi er óáborið,
en annað fær ríkulegan skammt
af blönduðum áburði.
Einn þessara tilraunastaða er