Húnavaka - 01.05.1976, Page 173
HUNAVAKA
171
Eyjólfsstaðir. Ljósm. Unnar.
vinnslu og skurðgröft, og einnig
unnu vélar sambandsins nokkuð
hjá Vegagerð ríkisins.
Þátttaka í sauðfjársæðingum í
des. sl. var meiri en oft áður, en
sæddar voru 712 ær.
Sævar Bjarnason frá Skaga-
strönd veitti byggingarflokki
Búnaðarsambandsins forstöðu sl.
sumar, og gekk sú starfsemi
ágætlega.
Bændahátíð var haldin sl. vor
sem undanfarin ár, og var þar
mikið fjölmenni saman komið
og hin ágætasta skemmtun.
Ræðu kvöldsins flutti að þessu
sinni Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaráðherra, tíu söng-
menn úr sex hreppum sýslunnar
sungu við undirleik frú Gerðar
Aðalbjörnsdóttur, Hólabæ og
hljómsveitarinnar „Gauta“ frá
Siglufirði, sem einnig lék fyrir
dansi um kvöldið. Þá flutti
Haukur Pálsson bóndi á Röðli
gamanmál. Á Bændahátíðinni
voru og veittar viðurkenningar
B.S.A.H. til búfræðinga er út-
skrifuðust þá um vorið, en þeir
voru þrír að þessu sinni, Ágúst-
ína Konráðsdóttir, Haukagili,
Vatnsdal, Páll Gíslason, Hofi,
Vatnsdal og Einar Bjarnason,
Breiðavaði, Langadal.
Þá veittu Búnaðarsambandið
og Kvenfélagasambandið viður-
kenningu fyrir góða umgengni
á sveitabýlum. Býlið Örlygsstað-
ir 2, Skagahreppi, búendur hjón-
in Ingibjörg Ólafsdóttir og Rafn