Húnavaka - 01.05.1976, Side 177
HÚNAVAKA
175
Mikið var um súrdoða og má
að einhverju leyti kenna það
sterkum heyjum. Hins vegar bar
ekki mikið á bráðadoða.
Sigurður H. Pétnrsson.
ÚR STARFI KIRKJUNNAR.
Sunnudagaskóli Blönduóskirkju
starfaði eins og undanfarin ár
undir stjórn sóknarprests. Verð-
laun fyrir góða ástundun 1974—
1975 hlutu systkinin Helga
Ingvadóttir, Harpa Ingvadóttir
og Þröstur Ingvason, Melabraut
15, Blönduósi.
Við fermingarguðsþjónustu
að Undirfelli í Vatnsdal á upp-
stigningardag, v a r kirkjunni
færður að gjöf útskorinn skírnar-
fontur eftir bræðurna Kristján
og Hannes Vigfússyni í Litla-
Árskógi í Eyjafirði. Gjöfinni
veitti viðtöku formaður sóknar-
nefndar, Ingvar Steingrímsson,
Eyjólfsstöðum, en gefandi er
Kvenfélag Vatnsdæla. Formaður
þess er frú Lilja Halldórsdóttir,
Haukagili. Sóknarprestur þakk-
aði gjöfina fyrir hönd kirkjunn-
ar.
Þann 23. nóv. heimsóttu
kirkjukórar Undirfells- og Þing-
eyrakirkju Mælifellssöfnuð í
Skagafirði. Haldið var að félags-
heimilinu Árgarði, þar sem
kvenfélag sveitarinnar bauð upp
Við skirnarfontinn í Undirfellskirkju,
talið frá vinstri: Ingvar Steingrimsson
form. sóknarnefndar, Lilja Halldórs-
dóttir form. kvenfélags Vatnsdeela og
sr. Arni Sigurðssoti sóknarpreslur.
á kaffiveitingar. Síðan var hald-
ið að Mælifelli, jrar sem haldin
var guðsþjónusta. Sr. Árni Sig-
urðsson predikaði, en sóknar-
presturinn, sr. Ágúst Sigurðsson
á Mælifelli, og sr. Gísli Kolbeins
á Melstað þjónuðu fyrir altari,
en kirkjukórarnir sungu undir
stjórn frú Sigrúnar Grímsdóttur
í Saurbæ. Var kirkjan þéttsetin
safnaðarfólki. Að lokinni guðs-
þjónustu þágu kirkjugestir
rausnarlegar veitingar prests-
hjónanna á Mælifelli, frú Guð-
rúnar Ásgeirsdóttur og sr. Ágúst-
ar Sigurðssonar.
í nóv. gekkst sóknarnefnd
Þingeyrakirkju fyrir útgáfu lista-
verkakorta, til styrktar kirkj-
unni, í tilefni af 100 ára afmæli
hennar 1977.. Myndirnar, sem