Húnavaka - 01.05.1976, Page 178
17(5
HÚNAVAKA
teknar ern í litum af Sigursteini
Guðmundssyni héraðslækni, eru
tvær. Þær eru af hliðum skírnar-
fontsins í Þingeyrakirkju, en
hann er frá árinu 1697. Vöktu
kortin mikla athygli, og seldnst
vel.
í desember voru flóðlýsinga-
tæki sett upp við Þingeyra-
kirkju. Lampana, sem eru tveir,
gáfu hjónin frti Anna Helga-
dóttir og Ingþór Sigurðsson,
Uppsölum, Sveinsstaðahreppi.
Á. S.
MUNUM ORÐ SALÓMONS.
Til Skagastrandar var ráðinn á
s.'ðasta ári ungur lögregluþjónn,
Daníel Snorrason að nafni. Tók
hann til starfa í júní.
Arið 1975 voru skráð um-
ferðaróhöpp í sýslunni 75. Al-
mennar skýrslur um ýmis efni
um 220. Haldnir voru 82 opin-
berir dansleikir. 19 ökumenn
voru teknir fyrir meinta ölvun
við akstur og skráðar gistingar í
fangaklefum lögreglunnar voru
18. Afengisneysla er síst minni
en áður hér í Húnavatnssýslu, á
mörgum dansleikjum mjög mik-
il, og fylgir oft þessari ómenn-
ingu sundrung manna á meðal,
pústrar og smá slysatilfelli.
Frá alda öðli hefur verið
drukkið vín hér á íslandi, og
þykir vart í frásögur færandi. En
kunna menn að fara eins vel
með það og forfeður vorir? Ætt-
um við ekki á þessari öld tækni
og menningar að geta stungið
við fæti og haft betri hemil á
drykkjunni?
Á síðustu árum hefur fjölgað
ört námskeiðum í ýmsum óskyld-
um greinum. Því ekki að halda
námskeið í meðferð áfengra
drykkja fyrst þjóðinni er svo
nauðsynlegt, sem sýnt er, að inn-
byrða þúsundir lítra af víni um
hverja helgi. Þekking á meðferð
þessara guðaveiga ætti að fara
betur með heilsu fólks og fjár-
muni, og ætti einnig að draga úr
ósjálfráðri glæpahneigð þessara
ölóðu vesalinga. Munum orð
Salómons. „Hóflega drukkið vín
gleðnr mannsins hjarta.“
h. e.
FRÁ ÁFENGISVARNANEFND
BLÖNDUÓSS.
Á vegum nefndarinnar fór á sl.
ári fram í þriðja sinn víðavangs-
hlaupið Vorspretturinn, en
Umf. Hvöt aðstoðaði við fram-
kvæmd. Þátttakendur voru allir
ungir að árum, — þeir yngstu f.
1969. Mun þetta eina keppnin,
þar sem börn svo ung eiga von
á áþreifanlegri viðurkenningu,
en verðlannapeningar eru veittir