Húnavaka - 01.05.1976, Síða 179
HÚNAVAKA
177
hverjum árgángi, dreng og
telpu, er bestum árangri ná að
meðaltali í sprettunum þrem, og
verðlaunaskjöl öllum, er ljúka
tveirn sprettum.
Þá fá þau hlutskörpustu í
flokkunum sjö (fjórir drengir,
þrjár stúlkur) farandgrip til
varðveislu.
Flestir þátttakendur — að til-
tölu við fjölda — voru úr árgangi
1965, og hlutu þeir keppendur
til varðveislu farandgrip, er Val-
ur Fannar, gullsmiður, gaf til
keppninnar.
Styrki til kaupa á verðlauna-
peningum veittu Æskulýðsnefnd
A.-Hún. og Bindindishópurinn
á Blönduósi.
Nefndin efndi ásamt Bindind-
ishópnum til samkeppni nem-
enda í Grunnskólanum á
Blönduósi í gerð úrklippubóka
um skaðsemi tóbaks. Skyldi þar
safnað saman því, er þátttakend-
ur finndu í blöðum og tímarit-
um og sýndi skaðvæni reykinga,
en sl. haust birtust í blöðum aug-
lýsingar og upplýsingar, er beint
var gegn reykingum.
20 úrklippusöfn bárust, vel
gerð, og var sýnt, að þátttakend-
ur höfðu lagt sig fram. Þar sem
erfitt var að gera upp á milli,
voru öllum gefnar bækur sem
viðurkenning.
Nefndin fylgdist með, að
fræðsla væri veitt sem ber í
Grunnskólanum um efnin tóbak
og' áfengi og hættur af notkun
þeirra. Var nokkrum sinnum
rabbað við nemendur um þau
mál.
Karl.
FRÁ FÉLAGI ÁFENGISVARNA-
NEFNDA í A.-HÚN.
Á vegum Félags áfengisvarna-
nefnda hefur öðru hvoru verið
efnt til ritgerðasamkeppni um
skaðsemi áfengis og tóbaks. Sl.
tvö ár hafa nemendur í 6. bekk
Grunnskóla í A.-Hún, ritað um
þetta efni. Þátttaka hefur verið
allgóð, en sýnu best í Húnavalla-
skóla. Hinum hlutskörpustu
þátttakenda hefur verið boðið
til leikhússferðar, en þeim er
næst gengu veitt bókaverðlaun.
Vorið 1975 var farið í leikhús-
ferð til Akureyrar og sjö nem-
endum boðið þar til kvöldverðar
og á sýninguna Gullskipið. Fjór-
um nemendum voru veitt bóka-
verðlaun.
Félagið gaf á árinu 1973 far-
andverðlaunagrip til keppni um
á unglingamótum USAH. Hlýt-
ur það félag gripinn, sem flest-
um stigum nær að tiltölu við
fjölda unglinga á keppnisaldri á
félagssvæðinu. Standa því minni
félögin þeim stærri jafnfætis að
möguleikum. Árið 1973 vann
Umf. Hvöt gripinn eftir harða
12