Húnavaka - 01.05.1976, Síða 180
178
HÚNAVAKA
keppni við Umf. Húna, en árin
1974—75 varð Umf. Bólstaðar-
hlíðarhrepps hlutskarpast.
Karl.
FRÁ BINDINDISHÓPNUM
Á BLÖNDUÓSI.
Vorið 1974 var stofnaður á
Blönduósi Bindindishópur að
frumkvæði Góðtemplararegl-
unnar, sá fyrsti á landinu með
þessu sniði. Þrír embættismenn
Reglunnar komu á staðinn og
kynntu hugmyndir um félags-
samtök bindindisfólks með
frjálsu formi, en slíkir hópar
hafa starfað t. d. í Noregi, á stöð-
um þar sem ekki hefur verið
grundvöllur fyrir stúkustarfi.
Stofnendur hófu þegar að
kynna bindindisfólki félagsskap-
inn og frá hausti 1974 hafa fund-
ir verið haldnir reglulega, einu
sinni í mánuði. Félagar eru flest-
ir af Blönduósi, en einnig úr
Engihlíðar- og Torfalækjar-
hreppum.
Fundirnir eru almennt öllum
opnir, en félagar geta þeir einir
orðið, sem heita bindindi á
áfenga drykki.
Á síðasta ári bauð hópurinn
nemendum Grunnskólans á
Blönduósi, tvískipt á fundi til
sín, til að kynna þeim tilvist
sína.
Þá hafa félagsmenn kynnt
bindindismönnum á Skaga-
strönd og Hvammstanga starf-
serni hópsins og stefnumið.
Sótt hafa verið þing Umdæm-
isstúkunnar á Akureyri, sem
hópurinn heyrir undir.
Sem fyrr sagði, er það ekki
sett sem skilyrði fyrir fundar-
sókn, að viðkomandi sé bind-
indismaður, enda er ætlunin, að
þeir, sem hallast kynnu að bind-
indissemi, geti kynnst hópnum
og starfseminni án þess að skuld-
binda sig strax sem félagar.
Karl.
FRÁ HJÁLPARSVEIT SKÁTA.
Starf sveitarinnar hefur verið
með mesta móti. í marz kom
erindreki frá Landssambandi
Hjálparsveita, og hélt hér viku
námskeið í björgunartækni.
Námskeið þetta var öllum opið
og vel sótt.
Á síðasta hausti fékk sveitin
til afnota hluta af hinni nýju
slökkvistöð á Blönduósi. Hefur
það húsnæði verið innréttað,
m. a. settir upp skápar fyrir ein-
staklinosútbúnað oo sameigin-
legar eigur sveitarinnar.
Björgunarbíll sveitarinnar
hefur verið endurnýjaður og
m á 1 a ð u r. Vélsleðarnir liafa
reynst vel og verið talsvert not-
aðir.